Nýir fjárfestar kaupa meirihluta í CAOZ 21. desember 2009 15:30 Títan fjárfestingafélag, Hilmar Gunnarsson og Bru II Venture Capital Fund hafa í sameiningu keypt meirihluta hlutafjár í tölvuteiknimyndafyrirtækinu CAOZ, sem nú vinnur að framleiðslu tölvuteiknimyndarinnar Þór - í Heljargreipum. Í tilkynningu segir að nokkrir eldri hluthafar ásamt lykilstarfsmönnum tóku einnig þátt í hlutafjáraukningunni. Auk þess að fjárfesta í félaginu þá leggja fjárfestarnir til hluta af verkefnafjármögnun myndarinnar, sem er nú fjármögnuð að fullu. Heildarverðmæti samnings þessa nemur um 300 milljónum króna. Framleiðslukostnaður myndarinnar um Þór er um 7,2 milljónir Evra eða sem nemur um 1,3 milljörðum króna miðað við núverandi gengi og er Þór því stærsta kvikmyndaverkefni sem ráðist hefur verið í hérlendis til þessa. Myndin kemur á markað um heim allan fyrri hluta ársins 2011. "Hjá CAOZ er frábært starfsfólk sem hefur byggt upp mikla þekkingu á tölvuteiknimyndagerð í gegnum árin og stendur að okkar mati mjög framarlega á sínu sviði", segir Skúli Mogensen, stjórnarformaður Títan fjárfestingafélags. "Það verður mjög spennandi að taka þátt í uppbyggingu félagsins á næstu árum." "Við sjáum mikla möguleika í CAOZ til framleiðslu tölvuteiknimynda og afleiddra vara fyrir alþjóðlegan markað og ætlum okkur að byggja upp tölvuteiknimyndafyrirtæki á heimsmælikvarða hér á Íslandi", segir Hilmar Gunnarsson sem bætir við að þeir Skúli muni taka virkan þátt í störfum félagsins. "Verkefni Caoz skapa umtalsvert streymi gjaldeyris inn í landið og eru félög af þessu tagi mjög mikilvæg fyrir uppbyggingu atvinnulífs framtíðarinnar. Aðkoma Títan og Hilmars að félaginu er því mikil lyftistöng", segir Sigurður I. Björnsson, stjórnarmaður í Bru II Venture Capital Fund. Þór - í Heljargreipum er fyrsta íslenska tölvuteiknimyndin í fullri lengd og hefur verið í þróun og framleiðslu hjá CAOZ um nokkurra ára skeið. Kvikmyndin er byggð á Norrænni goðafræði og segir frá baráttu Þórs og hamarsins Mjölnis við jötna og Hel - hina illu drottningu Undirheima. Myndin er gamansöm ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna og eru persónur myndarinnar og umhverfi byggðar á lýsingum í Snorra Eddu. Handritið er skrifað af Friðriki Erlingssyni og leikstjórn er í höndum þeirra Óskars Jónassonar og Gunnars Karlssonar, sem einnig hefur hannað allar persónur og myndræna umgjörð myndarinnar. Myndin er framleidd af Hilmari Sigurðssyni og Arnari Þórissyni hjá CAOZ. "Það er sérstaklega ánægjulegt að fá til liðs við okkur svo öfluga og reynslumikla fjárfesta og þannig renna enn styrkari stoðum undir þetta framsækna sprotafyrirtæki" segir Arnar Þórisson, stjórnarformaður CAOZ. "Nú þegar er kominn í gang stærsti og mannfrekasti hluti framleiðsluferilsins á Þór og mun félagið auglýsa eftir fjölda starfsfólks á næstunni." Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Títan fjárfestingafélag, Hilmar Gunnarsson og Bru II Venture Capital Fund hafa í sameiningu keypt meirihluta hlutafjár í tölvuteiknimyndafyrirtækinu CAOZ, sem nú vinnur að framleiðslu tölvuteiknimyndarinnar Þór - í Heljargreipum. Í tilkynningu segir að nokkrir eldri hluthafar ásamt lykilstarfsmönnum tóku einnig þátt í hlutafjáraukningunni. Auk þess að fjárfesta í félaginu þá leggja fjárfestarnir til hluta af verkefnafjármögnun myndarinnar, sem er nú fjármögnuð að fullu. Heildarverðmæti samnings þessa nemur um 300 milljónum króna. Framleiðslukostnaður myndarinnar um Þór er um 7,2 milljónir Evra eða sem nemur um 1,3 milljörðum króna miðað við núverandi gengi og er Þór því stærsta kvikmyndaverkefni sem ráðist hefur verið í hérlendis til þessa. Myndin kemur á markað um heim allan fyrri hluta ársins 2011. "Hjá CAOZ er frábært starfsfólk sem hefur byggt upp mikla þekkingu á tölvuteiknimyndagerð í gegnum árin og stendur að okkar mati mjög framarlega á sínu sviði", segir Skúli Mogensen, stjórnarformaður Títan fjárfestingafélags. "Það verður mjög spennandi að taka þátt í uppbyggingu félagsins á næstu árum." "Við sjáum mikla möguleika í CAOZ til framleiðslu tölvuteiknimynda og afleiddra vara fyrir alþjóðlegan markað og ætlum okkur að byggja upp tölvuteiknimyndafyrirtæki á heimsmælikvarða hér á Íslandi", segir Hilmar Gunnarsson sem bætir við að þeir Skúli muni taka virkan þátt í störfum félagsins. "Verkefni Caoz skapa umtalsvert streymi gjaldeyris inn í landið og eru félög af þessu tagi mjög mikilvæg fyrir uppbyggingu atvinnulífs framtíðarinnar. Aðkoma Títan og Hilmars að félaginu er því mikil lyftistöng", segir Sigurður I. Björnsson, stjórnarmaður í Bru II Venture Capital Fund. Þór - í Heljargreipum er fyrsta íslenska tölvuteiknimyndin í fullri lengd og hefur verið í þróun og framleiðslu hjá CAOZ um nokkurra ára skeið. Kvikmyndin er byggð á Norrænni goðafræði og segir frá baráttu Þórs og hamarsins Mjölnis við jötna og Hel - hina illu drottningu Undirheima. Myndin er gamansöm ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna og eru persónur myndarinnar og umhverfi byggðar á lýsingum í Snorra Eddu. Handritið er skrifað af Friðriki Erlingssyni og leikstjórn er í höndum þeirra Óskars Jónassonar og Gunnars Karlssonar, sem einnig hefur hannað allar persónur og myndræna umgjörð myndarinnar. Myndin er framleidd af Hilmari Sigurðssyni og Arnari Þórissyni hjá CAOZ. "Það er sérstaklega ánægjulegt að fá til liðs við okkur svo öfluga og reynslumikla fjárfesta og þannig renna enn styrkari stoðum undir þetta framsækna sprotafyrirtæki" segir Arnar Þórisson, stjórnarformaður CAOZ. "Nú þegar er kominn í gang stærsti og mannfrekasti hluti framleiðsluferilsins á Þór og mun félagið auglýsa eftir fjölda starfsfólks á næstunni."
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira