Innlent

Metaðsókn í mataraðstoð

Aldrei hafa fleiri sótt um mataraðstoð fyrir jólin en búist er við að um tíu þúsund manns fái slíka aðstoð nú. Dæmi er um að fólk á tíræðisaldri hafi óskað eftir aðstoð.

Jólaúthlutuninni líkur á morgun en um fimm hundurð fleiri hafa sótt um að fá aðstoð þetta árið miðað við í fyrra. Alls hafa þrjú þúsund og níu hundruð einstaklingar og fjölskyldur óskað eftir aðstoð. Oft er um barnmargar fjölskyldur að ræða og því áætlað að um tíuþúsund manns standi að baki þessum umsóknum.

Mikill meirihluti umsækjenda eru konur eða um sextíu prósent. Þá eru mun fleiri sem sækja um nú sem búa í eigin húsnæði en áður eða um fimmtungur. Flestir umsækjendur eru frá tvítugsaldri til fimmtugs. Dæmi eru um að einstaklingar á tíræðisaldri hafi sótt um að fá aðstoð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×