Auðlindir á 30 milljónir? Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar 15. september 2009 06:00 Orkufyrirtæki í almannaeigu hafa verið ein af grunnstoðum framfara og hagsældar á Íslandi og lagt grunninn að lágu orkuverði til hagsbóta fyrir almenning og atvinnuvegi. Í borgarstjórn í dag verður lagður fram samningur um sölu á tæplega 32% hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku til skúffufélagsins Magma Energy Sweden. Mikið tap OR er fyrirsjáanlegt á viðskiptunum. Einungis 30% söluvirðisins eru greidd út, afgangurinn á kúluláni til 7 ára sem ber 1,5% vexti, og einu tryggingar OR fyrir greiðslu eru veð í bréfum í HS Orku. Í desemberlok árið 2006 tók Sjálfstæðisflokkurinn við 30 milljóna styrk til flokksins frá FL Group. Rúmum tveim mánuðum síðar í mars árið 2007 var auglýst eftir kaupendum að hlut ríkisins í HS Orku. Þeir einkennilegu skilmálar voru á sölunni að aðeins einkaaðilum var heimilt að kaupa hlutinn og þar með sveitarfélög og fyrirtæki í þeirra eigu útilokuð. 30. apríl 2007 samþykkti fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins Árni Mathiesen sölu til GGE, en GGE var einmitt í meirihlutaeigu FL Group sem örfáum mánuðum áður hafði styrkt Sjálfstæðisflokkinn svo rausnarlega. Ljóst er að störf rannsóknarnefndar um bankahrunið ná ekki yfir einkavæðingu í orkugeiranum. Þar er þó augljóslega rannsóknar þörf og ófært að málið sé þagað í hel. Sala ríkisins fór fram án þess að fyrir lægi löggjöf sem tryggði auðlindir í almannaeigu eða eignarhald opinberra aðila á einkaleyfisstarfseminni. Segja má að Samfylkingin hafi unnið varnarsigur eftir að flokkurinn settist í ríkisstjórn og fékk ný orku- og auðlindalög samþykkt sem taka á þessum þáttum, þó að nauðsynlegt sé að endurskoða löggjöfina í ljósi reynslunnar. Í sumar seldu sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ GGE 34% hlut bæjarfélagsins í HS Orku fyrir smánarverð. Nú í dag ætla svo sjálfstæðismenn í Reykjavík undir forystu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í bandalagi við Framsóknarflokkinn að selja hlut OR í HS Orku með miklu tapi og tryggja að fyrirtækið verði alfarið í eigu einkaaðila, sem þó munu ekki borga nema lítinn hluta fyrr en eftir sjö ár. Höfundur er borgarfulltrúi og situr í stjórn OR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Orkufyrirtæki í almannaeigu hafa verið ein af grunnstoðum framfara og hagsældar á Íslandi og lagt grunninn að lágu orkuverði til hagsbóta fyrir almenning og atvinnuvegi. Í borgarstjórn í dag verður lagður fram samningur um sölu á tæplega 32% hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku til skúffufélagsins Magma Energy Sweden. Mikið tap OR er fyrirsjáanlegt á viðskiptunum. Einungis 30% söluvirðisins eru greidd út, afgangurinn á kúluláni til 7 ára sem ber 1,5% vexti, og einu tryggingar OR fyrir greiðslu eru veð í bréfum í HS Orku. Í desemberlok árið 2006 tók Sjálfstæðisflokkurinn við 30 milljóna styrk til flokksins frá FL Group. Rúmum tveim mánuðum síðar í mars árið 2007 var auglýst eftir kaupendum að hlut ríkisins í HS Orku. Þeir einkennilegu skilmálar voru á sölunni að aðeins einkaaðilum var heimilt að kaupa hlutinn og þar með sveitarfélög og fyrirtæki í þeirra eigu útilokuð. 30. apríl 2007 samþykkti fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins Árni Mathiesen sölu til GGE, en GGE var einmitt í meirihlutaeigu FL Group sem örfáum mánuðum áður hafði styrkt Sjálfstæðisflokkinn svo rausnarlega. Ljóst er að störf rannsóknarnefndar um bankahrunið ná ekki yfir einkavæðingu í orkugeiranum. Þar er þó augljóslega rannsóknar þörf og ófært að málið sé þagað í hel. Sala ríkisins fór fram án þess að fyrir lægi löggjöf sem tryggði auðlindir í almannaeigu eða eignarhald opinberra aðila á einkaleyfisstarfseminni. Segja má að Samfylkingin hafi unnið varnarsigur eftir að flokkurinn settist í ríkisstjórn og fékk ný orku- og auðlindalög samþykkt sem taka á þessum þáttum, þó að nauðsynlegt sé að endurskoða löggjöfina í ljósi reynslunnar. Í sumar seldu sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ GGE 34% hlut bæjarfélagsins í HS Orku fyrir smánarverð. Nú í dag ætla svo sjálfstæðismenn í Reykjavík undir forystu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í bandalagi við Framsóknarflokkinn að selja hlut OR í HS Orku með miklu tapi og tryggja að fyrirtækið verði alfarið í eigu einkaaðila, sem þó munu ekki borga nema lítinn hluta fyrr en eftir sjö ár. Höfundur er borgarfulltrúi og situr í stjórn OR.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun