Af meintum ofurlaunum ríkisstarfsmanna Stefán Aðalsteinsson skrifar 2. desember 2009 06:00 Stefán Aðalsteinsson skrifar um kjör ríkisstarfsmanna Í Viðskiptablaðinu birtust fyrir nokkru þær fregnir að meðallaun starfsmanna hjá ríkinu væru um 530.000 krónur á mánuði. Einhver mistök urðu við þann útreikning enda hægur vandi að fá réttar upplýsingar sem eru þær að meðalheildarlaun ríkisstarfsmanna eru um 455.000 krónur eða mjög svipuð og á almennum markaði skv. grein í Fréttablaðinu 30. nóvember. Í upplýsingum um laun ríkisstarfsmanna eru allir meðtaldir s.s. forsetinn, hæstaréttardómarar, læknar og einnig eru þar hin víðfrægu laun forsætisráðherra. Meðaldagvinnulaun hjá félagsmönnum BHM hjá ríkinu voru yfir tímabilið janúar til júní 2009 kr. 374.000 og heildarlaun þar sem við bætist m.a. vaktaálag og yfirvinna 467.000. Ef litið er til launakönnunar VR frá í byrjun árs eru laun hópsins „aðrir háskólamenntaðir sérfræðingar“ fyrir dagvinnu 429.000 og heildarlaun 460.000. Samanburður milli viðskipta- og hagfræðinga hjá ríki og innan VR sýnir að dagvinnulaun hjá ríkinu á sama tímabili eru 420.000 en 484.000 hjá VR og heildarlaun hjá ríki eru 533.000 en 548.000 hjá VR-félögum. Ef litið er til launa hjá ríki í júní sl. eru þau lægri en þetta meðaltal. Öll umræða um hin háu laun ríkisstarfsmanna er því úr lausu lofti gripin. Ríkisstarfsmenn þekkja launalækkun á eigin skinni. Frá því í september 2008 og fram til mars 2009 lækkuðu yfirvinnugreiðslur um 23%, akstursgreiðslur voru skornar niður og miklu aðhaldi beitt í launakostnaði sem og í öðrum rekstri. Ekki skal úr því dregið að skera þarf niður kostnað alls staðar hjá ríkinu en bent skal á að af áætluðum útgjöldum ríkisins árið 2010 – að vaxtagjöldum frádregnum – eru laun um fjórðungur gjalda. Ef ríkið vill koma út úr þessari kreppu með hæft, gott og velmenntað starfsfólk er frekari skerðing launa ekki leiðin til þess. Þar sem ég þekki best til, í fjármálaráðuneytinu, félagsmálaráðuneytinu og hjá Vinnumálastofnun vinnur fólk mikla sjálfboðavinnu. Þar eru margir starfsmenn á föstum launum sem vinna mikla vinnu án frekari greiðslu og tímakaup þeirra er komið langt undir kauptaxta. Hjá Alþingi hafa starfsmenn fengið þau skilaboð að það sé æskilegt að þeir vinni ekki eftir miðnætti og ekki á sunnudögum en þeir eru á föstum launum. Það er gott að það er unnin sjálfboðavinna í þágu þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu en ég fæ ekki séð að Alþingi eða ráðuneytin séu í þeim hópi. Höfundur er framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Stefán Aðalsteinsson skrifar um kjör ríkisstarfsmanna Í Viðskiptablaðinu birtust fyrir nokkru þær fregnir að meðallaun starfsmanna hjá ríkinu væru um 530.000 krónur á mánuði. Einhver mistök urðu við þann útreikning enda hægur vandi að fá réttar upplýsingar sem eru þær að meðalheildarlaun ríkisstarfsmanna eru um 455.000 krónur eða mjög svipuð og á almennum markaði skv. grein í Fréttablaðinu 30. nóvember. Í upplýsingum um laun ríkisstarfsmanna eru allir meðtaldir s.s. forsetinn, hæstaréttardómarar, læknar og einnig eru þar hin víðfrægu laun forsætisráðherra. Meðaldagvinnulaun hjá félagsmönnum BHM hjá ríkinu voru yfir tímabilið janúar til júní 2009 kr. 374.000 og heildarlaun þar sem við bætist m.a. vaktaálag og yfirvinna 467.000. Ef litið er til launakönnunar VR frá í byrjun árs eru laun hópsins „aðrir háskólamenntaðir sérfræðingar“ fyrir dagvinnu 429.000 og heildarlaun 460.000. Samanburður milli viðskipta- og hagfræðinga hjá ríki og innan VR sýnir að dagvinnulaun hjá ríkinu á sama tímabili eru 420.000 en 484.000 hjá VR og heildarlaun hjá ríki eru 533.000 en 548.000 hjá VR-félögum. Ef litið er til launa hjá ríki í júní sl. eru þau lægri en þetta meðaltal. Öll umræða um hin háu laun ríkisstarfsmanna er því úr lausu lofti gripin. Ríkisstarfsmenn þekkja launalækkun á eigin skinni. Frá því í september 2008 og fram til mars 2009 lækkuðu yfirvinnugreiðslur um 23%, akstursgreiðslur voru skornar niður og miklu aðhaldi beitt í launakostnaði sem og í öðrum rekstri. Ekki skal úr því dregið að skera þarf niður kostnað alls staðar hjá ríkinu en bent skal á að af áætluðum útgjöldum ríkisins árið 2010 – að vaxtagjöldum frádregnum – eru laun um fjórðungur gjalda. Ef ríkið vill koma út úr þessari kreppu með hæft, gott og velmenntað starfsfólk er frekari skerðing launa ekki leiðin til þess. Þar sem ég þekki best til, í fjármálaráðuneytinu, félagsmálaráðuneytinu og hjá Vinnumálastofnun vinnur fólk mikla sjálfboðavinnu. Þar eru margir starfsmenn á föstum launum sem vinna mikla vinnu án frekari greiðslu og tímakaup þeirra er komið langt undir kauptaxta. Hjá Alþingi hafa starfsmenn fengið þau skilaboð að það sé æskilegt að þeir vinni ekki eftir miðnætti og ekki á sunnudögum en þeir eru á föstum launum. Það er gott að það er unnin sjálfboðavinna í þágu þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu en ég fæ ekki séð að Alþingi eða ráðuneytin séu í þeim hópi. Höfundur er framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar