Næringarfræði á villigötum? 17. desember 2009 06:00 Ólafur G. Sæmundsson og Ólafur Sigurðsson skrifa um næringarfræði. Þann 9. nóvember var í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins kynntur til sögunnar „heimsþekktur“ hráfæðimeistari að nafni David Wolfe. Það eitt og sér væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að í þættinum var hann titlaður næringarfræðingur. Titillinn gefur viðkomandi vægi sem sérfræðings á sviði almennrar næringar mannsins. Almenningur getur þá treyst því að upplýsingarnar séu þar með frá manni sem hafi viðurkennda háskólamenntun í faginu. Þess má geta að hráfæðikenningin gengur meðal annars út á það að eingöngu er neytt jurtafæðis og ekki má hita matinn yfir ca 48 gráður á Celsíus því of mikil hitun á að leiða til eyðileggingar ensíma (prótína). Hráfæðikenningin tengist hefðbundinni næringarfræði á engan hátt og David Wolfe hefur ekki hlotið næringargráðu hjá neinum háskóla sem viðurkenndur er af menntamálaráðuneyti nokkurs lands. Í upplýsingum sem greinarhöfundar hafa undir höndum og fengust hjá ritstjóra Kastljóss kemur fram að David Wolfe sé með meistaragráðu í næringarfræði og þar að auki prófessor í sömu fræðum. Þegar hinir svonefndu skólar eru athugaðir kemur í ljós að ekki er um raunverulega háskóla að ræða heldur „stofnanir“ sem gera út á „óhefðbundnar menntunarleiðir“. Öfgaboðskapur í mataræði og næringu er ekki nýr af nálinni og því miður bendir flest til þess að lítið lát verði þar á í framtíðinni og má sjá þess víða merki í þjóðfélaginu um þessar mundir. Sem dæmi má nefna að áróður gagnvart neyslu fæðubótarefna hefur aldrei verið meiri. Enda kappkosta seljendur að telja fólki trú um að neysla verksmiðjuunninna fæðubótarefna hafi ótvíræðan lækningamátt þrátt fyrir staðreyndir um annað. Enn aðrir flykkjast í svo kallaða dítoxmeðferð þar sem meðferðin felst ekki síst í svelti og ristilskolun og á víst að lækna allflesta heilsutengda kvilla, bæði andlega sem líkamlega. Því miður eru heilsuöfgar sem þessar farnar að bitna á þeim sem síst skyldi sem eru börnin okkar. Þau fá gjarnan að heyra að margt af því sem er hollt og gott sé óhollusta hin mesta. Dæmi þar um er sorglegt viðtal sem tekið var við starfsmann leikskóla sem greindi frá því að þar á bæ væri búið að setja ný „piparkökulög“ þar sem ákveðið hefði verið að í stað „venjulegs“ hveitis hefði verið ákveðið að notast við spelti, í stað sykurs, hrásykur og í staðinn fyrir mjólk, sojamjólk. En reyndin er sú að spelti er ekki hollara öðru hveiti, hrásykur gefur reyndar örlítið af næringarefnum sem ekki er að finna í hvítum sykri en í svo litlum mæli að þau leggja sama og ekkert til næringargildis fæðunnar og mjólkin okkar er á margan hátt næringarríkari en sojamjólkin (enda baunaseyði). Höfum einnig hugfast að þrátt fyrir allt hafa Íslendingar dafnað vel á íslenskum mat og geta átt von á langri ævi og því fáránlegt að halda hollri fæðu, eins og mjólk, frá börnum. Það er trú okkar sem þessar línur rita að öfgakenndur heilsuboðskapur ýti undir átröskun. Ábyrgð fjölmiðla er mikil þegar kemur að því að miðla fréttum og boðskap til almennings. Það er því mjög mikilvægt þegar einstaklingar eru kynntir til leiks sem boðberar heilsu og heilbrigði að réttar upplýsingar komi fram um viðkomandi. Þar sem David Wolfe er svo sannarlega ekki næringarfræðingur að mennt teljum við að ekki sé til of mikils ætlast að ritstjóri Kastljóss leiðrétti þá rangfærslu. Ólafur G. Sæmundsson er næringarfræðingur. Ólafur Sigurðsson er matvælafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur G. Sæmundsson og Ólafur Sigurðsson skrifa um næringarfræði. Þann 9. nóvember var í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins kynntur til sögunnar „heimsþekktur“ hráfæðimeistari að nafni David Wolfe. Það eitt og sér væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að í þættinum var hann titlaður næringarfræðingur. Titillinn gefur viðkomandi vægi sem sérfræðings á sviði almennrar næringar mannsins. Almenningur getur þá treyst því að upplýsingarnar séu þar með frá manni sem hafi viðurkennda háskólamenntun í faginu. Þess má geta að hráfæðikenningin gengur meðal annars út á það að eingöngu er neytt jurtafæðis og ekki má hita matinn yfir ca 48 gráður á Celsíus því of mikil hitun á að leiða til eyðileggingar ensíma (prótína). Hráfæðikenningin tengist hefðbundinni næringarfræði á engan hátt og David Wolfe hefur ekki hlotið næringargráðu hjá neinum háskóla sem viðurkenndur er af menntamálaráðuneyti nokkurs lands. Í upplýsingum sem greinarhöfundar hafa undir höndum og fengust hjá ritstjóra Kastljóss kemur fram að David Wolfe sé með meistaragráðu í næringarfræði og þar að auki prófessor í sömu fræðum. Þegar hinir svonefndu skólar eru athugaðir kemur í ljós að ekki er um raunverulega háskóla að ræða heldur „stofnanir“ sem gera út á „óhefðbundnar menntunarleiðir“. Öfgaboðskapur í mataræði og næringu er ekki nýr af nálinni og því miður bendir flest til þess að lítið lát verði þar á í framtíðinni og má sjá þess víða merki í þjóðfélaginu um þessar mundir. Sem dæmi má nefna að áróður gagnvart neyslu fæðubótarefna hefur aldrei verið meiri. Enda kappkosta seljendur að telja fólki trú um að neysla verksmiðjuunninna fæðubótarefna hafi ótvíræðan lækningamátt þrátt fyrir staðreyndir um annað. Enn aðrir flykkjast í svo kallaða dítoxmeðferð þar sem meðferðin felst ekki síst í svelti og ristilskolun og á víst að lækna allflesta heilsutengda kvilla, bæði andlega sem líkamlega. Því miður eru heilsuöfgar sem þessar farnar að bitna á þeim sem síst skyldi sem eru börnin okkar. Þau fá gjarnan að heyra að margt af því sem er hollt og gott sé óhollusta hin mesta. Dæmi þar um er sorglegt viðtal sem tekið var við starfsmann leikskóla sem greindi frá því að þar á bæ væri búið að setja ný „piparkökulög“ þar sem ákveðið hefði verið að í stað „venjulegs“ hveitis hefði verið ákveðið að notast við spelti, í stað sykurs, hrásykur og í staðinn fyrir mjólk, sojamjólk. En reyndin er sú að spelti er ekki hollara öðru hveiti, hrásykur gefur reyndar örlítið af næringarefnum sem ekki er að finna í hvítum sykri en í svo litlum mæli að þau leggja sama og ekkert til næringargildis fæðunnar og mjólkin okkar er á margan hátt næringarríkari en sojamjólkin (enda baunaseyði). Höfum einnig hugfast að þrátt fyrir allt hafa Íslendingar dafnað vel á íslenskum mat og geta átt von á langri ævi og því fáránlegt að halda hollri fæðu, eins og mjólk, frá börnum. Það er trú okkar sem þessar línur rita að öfgakenndur heilsuboðskapur ýti undir átröskun. Ábyrgð fjölmiðla er mikil þegar kemur að því að miðla fréttum og boðskap til almennings. Það er því mjög mikilvægt þegar einstaklingar eru kynntir til leiks sem boðberar heilsu og heilbrigði að réttar upplýsingar komi fram um viðkomandi. Þar sem David Wolfe er svo sannarlega ekki næringarfræðingur að mennt teljum við að ekki sé til of mikils ætlast að ritstjóri Kastljóss leiðrétti þá rangfærslu. Ólafur G. Sæmundsson er næringarfræðingur. Ólafur Sigurðsson er matvælafræðingur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun