Jólaverslunin virðist fara rólega af stað í ár 9. desember 2009 11:58 Jólaverslunin virðist fara rólega af stað. Sala á fötum og skóm jókst í nóvember frá mánuðinum á undan en samdráttur varð í öðrum vöruflokkum á föstu verðlagi. Þó ber að hafa í huga að í október voru fimm helgar en í nóvember voru þær fjórar.Velta í dagvöruverslun dróst saman um 3,6% á föstu verðlagi í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 6,6% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam samdráttur í veltu dagvöruverslana í nóvember 3,5% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 10,5% á síðastliðnum 12 mánuðum.Þetta kemur fram í yfirliti frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar segir einnig að sala áfengis minnkaði um 9,3% í nóvember miðað við sama mánuð árið áður á föstu verðlagi og jókst um 15,3% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam samdráttur í veltu áfengis í nóvember 6,7% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 27,2% hærra í nóvember síðastliðnum en í sama mánuð í fyrra.Fataverslun var 9,6% minni í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi en jókst um 8,9% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Verð á fötum var 20,5% hærra í nóvember síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.Velta skóverslunar jókst um 6,0% í nóvember á föstu verðlagi og um 26,9% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Verð á skóm hækkaði í nóvember um 19,7% frá nóvember í fyrra.Velta húsgagnaverslana var 33,5% minni í nóvember en í sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi og 23,5% minni á breytilegu verðlagi. Verð á húsgögnum var 15,2% hærra í nóvember síðastliðnum miðaða við sama mánuð í fyrra.Sala á raftækjum í nóvember dróst saman um 21,6% á föstu verðlagi frá sama mánuði í fyrra og um 2,6% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Á milli mánaðanna október og nóvember minnkaði raftækjasala um 3,6% á föstu verðlagi. Verð á raftækjum hækkaði um 24,3% frá nóvember í fyrra.Töluverður samdráttur er enn í raunveltu smásöluverslunar á milli ára sem kemur sérstaklega fram í minni kaupum á dýrum og varanlegum vörutegundum. Þannig keyptu landsmenn minna í nóvember síðastliðnum en í nóvember í fyrra þó veltan hafi aukist í krónum talið.Spá Rannsóknaseturs verslunarinnar um jólaverslunina er að velta í smásöluverslun í nóvember og desember verði óbreytt frá því í fyrra á föstu verðlagi og aukist um 8% á breytilegu verðlagi. Í fyrra nam samdráttur í jólaverslun 18,3% frá árinu á undan. Þetta var mikil breyting frá árunum þar á undan því árlegur vöxtur jólaverslunar nam 7,3% að maðaltali á tímabilinu 2004 - 2007.Vísbendingar eru um að meira jafnvægi fari að komast á einkaneyslu eftir samdráttarskeið sem hefur staðið í meira en ár. Þannig fer verðbólga hjaðnandi og væntingar neytenda þokast í átt til meiri jákvæðni. Kaupmáttur var samt 7,1% minni í október síðastliðnum miðað við sama mánuði í fyrra sem hefur vissulega áhrif á verslun. Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Jólaverslunin virðist fara rólega af stað. Sala á fötum og skóm jókst í nóvember frá mánuðinum á undan en samdráttur varð í öðrum vöruflokkum á föstu verðlagi. Þó ber að hafa í huga að í október voru fimm helgar en í nóvember voru þær fjórar.Velta í dagvöruverslun dróst saman um 3,6% á föstu verðlagi í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 6,6% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam samdráttur í veltu dagvöruverslana í nóvember 3,5% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 10,5% á síðastliðnum 12 mánuðum.Þetta kemur fram í yfirliti frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar segir einnig að sala áfengis minnkaði um 9,3% í nóvember miðað við sama mánuð árið áður á föstu verðlagi og jókst um 15,3% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam samdráttur í veltu áfengis í nóvember 6,7% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 27,2% hærra í nóvember síðastliðnum en í sama mánuð í fyrra.Fataverslun var 9,6% minni í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi en jókst um 8,9% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Verð á fötum var 20,5% hærra í nóvember síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.Velta skóverslunar jókst um 6,0% í nóvember á föstu verðlagi og um 26,9% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Verð á skóm hækkaði í nóvember um 19,7% frá nóvember í fyrra.Velta húsgagnaverslana var 33,5% minni í nóvember en í sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi og 23,5% minni á breytilegu verðlagi. Verð á húsgögnum var 15,2% hærra í nóvember síðastliðnum miðaða við sama mánuð í fyrra.Sala á raftækjum í nóvember dróst saman um 21,6% á föstu verðlagi frá sama mánuði í fyrra og um 2,6% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Á milli mánaðanna október og nóvember minnkaði raftækjasala um 3,6% á föstu verðlagi. Verð á raftækjum hækkaði um 24,3% frá nóvember í fyrra.Töluverður samdráttur er enn í raunveltu smásöluverslunar á milli ára sem kemur sérstaklega fram í minni kaupum á dýrum og varanlegum vörutegundum. Þannig keyptu landsmenn minna í nóvember síðastliðnum en í nóvember í fyrra þó veltan hafi aukist í krónum talið.Spá Rannsóknaseturs verslunarinnar um jólaverslunina er að velta í smásöluverslun í nóvember og desember verði óbreytt frá því í fyrra á föstu verðlagi og aukist um 8% á breytilegu verðlagi. Í fyrra nam samdráttur í jólaverslun 18,3% frá árinu á undan. Þetta var mikil breyting frá árunum þar á undan því árlegur vöxtur jólaverslunar nam 7,3% að maðaltali á tímabilinu 2004 - 2007.Vísbendingar eru um að meira jafnvægi fari að komast á einkaneyslu eftir samdráttarskeið sem hefur staðið í meira en ár. Þannig fer verðbólga hjaðnandi og væntingar neytenda þokast í átt til meiri jákvæðni. Kaupmáttur var samt 7,1% minni í október síðastliðnum miðað við sama mánuði í fyrra sem hefur vissulega áhrif á verslun.
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira