Um þjónustu Halldóra Traustadóttir skrifar 28. október 2009 06:00 Hvað dettur ykkur helst í hug þegar hugtakið „þjónusta" er nefnt? Öldrunarþjónusta, góð þjónusta á veitingastað, þjónustuver stórra fyrirtækja- og stofnana, eða…? Það er örugglega hægt að hugsa sér margs konar þjónustu sem bæta mætti við upptalninguna. En þegar t.d. þrælar vinna fyrir þrælahaldara, stunda þrælarnir þá þjónustustörf? Er hægt að kaupa sér þrælaþjónustu? Í opinberri umræðu, bæði í fjölmiðlum og í stjórnsýsluplöggum, heyrist hugtakið „kynlífsþjónusta" sífellt oftar. Þetta hljómar eins og hver önnur sjálfsögð þjónusta! Rannsóknir sýna að þær konur sem stunda vændi á Norðurlöndunum, að Íslandi meðtöldu, eru í flestum tilfellum erlendar, komnar frá Austur-Evrópu eða utan Evrópu. Eins og glögglega hefur komið í ljós á undanförnum vikum er mjög líklegt að þær konur sem stunda vændi hér á landi séu fórnarlömb mansals. Mér finnst einhvernveginn skrýtið að líta á þessar konur sem þjónustuaðila og að kalla kaup á aðgangi að líkama þeirra kaup á „kynlífsþjónustu", eins og um sé að ræða kaup á einhverri sjálfsagðri og „hvítþveginni" þjónustu. Það er eins og það sé verið að segja að vændi sé fyrir hendi vegna þess að það er einhver tilbúin til að veita þessa þjónustu, þegar reyndin er sú að ef engin eftirspurn eftir vændi væri fyrir hendi, væri sú „þjónusta" heldur ekki fyrir hendi. Einhvernveginn tekst okkur alltaf að beina sjónum að konum þegar kemur að umræðu um vændi, nauðganir eða annað kynferðislegt ofbeldi; hvað gætu konurnar gert öðruvísi eða hvernig þær hefðu átt að haga sér áður en að ofbeldismaðurinn lét til skarar skríða. Hvernig væri að við færum að beina sjónum okkar að þeim sem brjóta lögin, nefnilega að kaupendum vændis. Þeir eru ekki að kaupa sér þjónustu heldur eru þeir að kaupa í krafti valds síns aðgang að líkama kvenna sem hafa verið hnepptar í fjötra vegna efnahagslegs og kynbundins misréttis. Það þjónar engum tilgangi að læðast eins og köttur í kringum heitan graut; köllum hlutina það sem þeir eru í raun og veru. Tilvist vændis byggir á ójafnrétti kynjanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hvað dettur ykkur helst í hug þegar hugtakið „þjónusta" er nefnt? Öldrunarþjónusta, góð þjónusta á veitingastað, þjónustuver stórra fyrirtækja- og stofnana, eða…? Það er örugglega hægt að hugsa sér margs konar þjónustu sem bæta mætti við upptalninguna. En þegar t.d. þrælar vinna fyrir þrælahaldara, stunda þrælarnir þá þjónustustörf? Er hægt að kaupa sér þrælaþjónustu? Í opinberri umræðu, bæði í fjölmiðlum og í stjórnsýsluplöggum, heyrist hugtakið „kynlífsþjónusta" sífellt oftar. Þetta hljómar eins og hver önnur sjálfsögð þjónusta! Rannsóknir sýna að þær konur sem stunda vændi á Norðurlöndunum, að Íslandi meðtöldu, eru í flestum tilfellum erlendar, komnar frá Austur-Evrópu eða utan Evrópu. Eins og glögglega hefur komið í ljós á undanförnum vikum er mjög líklegt að þær konur sem stunda vændi hér á landi séu fórnarlömb mansals. Mér finnst einhvernveginn skrýtið að líta á þessar konur sem þjónustuaðila og að kalla kaup á aðgangi að líkama þeirra kaup á „kynlífsþjónustu", eins og um sé að ræða kaup á einhverri sjálfsagðri og „hvítþveginni" þjónustu. Það er eins og það sé verið að segja að vændi sé fyrir hendi vegna þess að það er einhver tilbúin til að veita þessa þjónustu, þegar reyndin er sú að ef engin eftirspurn eftir vændi væri fyrir hendi, væri sú „þjónusta" heldur ekki fyrir hendi. Einhvernveginn tekst okkur alltaf að beina sjónum að konum þegar kemur að umræðu um vændi, nauðganir eða annað kynferðislegt ofbeldi; hvað gætu konurnar gert öðruvísi eða hvernig þær hefðu átt að haga sér áður en að ofbeldismaðurinn lét til skarar skríða. Hvernig væri að við færum að beina sjónum okkar að þeim sem brjóta lögin, nefnilega að kaupendum vændis. Þeir eru ekki að kaupa sér þjónustu heldur eru þeir að kaupa í krafti valds síns aðgang að líkama kvenna sem hafa verið hnepptar í fjötra vegna efnahagslegs og kynbundins misréttis. Það þjónar engum tilgangi að læðast eins og köttur í kringum heitan graut; köllum hlutina það sem þeir eru í raun og veru. Tilvist vændis byggir á ójafnrétti kynjanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar