Liverpool tapaði aftur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. ágúst 2009 20:56 Leikmenn Aston Villa fagna einu marka sinna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Liverpool tapaði sínum öðrum leik á tímabilinu, í þetta sinn fyrir Aston Villa á heimavelli, 3-1. Þetta var fyrsti sigur Villa á tímabilinu. Lucas skoraði fyrsta mark leiksins með sjálfsmarki en Curtis Davies og Ashley Young skoruðu hin mörk Villa. Fernando Torres skoraði mark Liverpool. Liverpool fékk fyrsta færi leiksins á tíundu mínútu þegar að leikmenn eiga fjórar marktilraunir í sömu sókninni en ávallt tókst gestunum að bjarga. Fyrst Steven Gerrard, svo Torres, svo Yossi Benayoun og að síðustu reyndi Gerrard skot sem varnarmönnum Villa tókst að komast í veg fyrir. Það var svo á 34. mínútu að Villa skoraði úr sinni fyrstu hættulegu sókn í leiknum. Young gaf fyrir inn í teig úr aukaspyrnu og varð Lucas fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark þegar hann var að reyna að hreinsa boltann frá markinu. Eftir þetta sóttu leikmenn Aston Villa meira og uppskáru annað mark undir lok hálfleiksins. Nicky Shorey tók hornspyrnu og rataði knötturinn á Curtis Davies sem skallaði í mark heimamanna, þó svo að tveir varnarmenn Liverpool hafi verið nálægt honum. Stuðningsmenn Liverpool voru þó óánægðir með að Villa hafi fengið hornspyrnuna, sem og Pepe Reina sem fékk gult fyrir mótmælin. Snemma í síðari hálfleik átti Gerrard ágætt skot að marki sem Brad Friedel, markvörður Villa, varði vel. Friedel var ekki hættur og fór mikinn í markinu fyrri hlutann í síðari hálfleiknum, leikmönnum Liverpool til gremju en þeir reyndu að sækja af fremsta megni. Það bar svo loks árangur á 72. mínútu. Emiliano Insua átti góða fyrirgjöf fyrir markið og Fernando Torres náði að klára sóknina með skoti sem hafnaði í marki gestanna. En aðeins þremur mínútum síðar fékk Liverpool rothöggið. Steven Gerrard gerðist sekur um slæm mistök er hann braut á Nigel Reo-Coker í eigin vítateig. Young skoraði úr vítinu og innsiglaði sigur sinna manna. Niðurstaðan fyrsti sigur Villa á tímabilinu en annað tap Liverpool í þremur fyrstu leikjum liðsins á tímabilinu. Liverpool tapaði alls tveimur leikjum allt síðasta tímabil í deildinni. Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Liverpool tapaði sínum öðrum leik á tímabilinu, í þetta sinn fyrir Aston Villa á heimavelli, 3-1. Þetta var fyrsti sigur Villa á tímabilinu. Lucas skoraði fyrsta mark leiksins með sjálfsmarki en Curtis Davies og Ashley Young skoruðu hin mörk Villa. Fernando Torres skoraði mark Liverpool. Liverpool fékk fyrsta færi leiksins á tíundu mínútu þegar að leikmenn eiga fjórar marktilraunir í sömu sókninni en ávallt tókst gestunum að bjarga. Fyrst Steven Gerrard, svo Torres, svo Yossi Benayoun og að síðustu reyndi Gerrard skot sem varnarmönnum Villa tókst að komast í veg fyrir. Það var svo á 34. mínútu að Villa skoraði úr sinni fyrstu hættulegu sókn í leiknum. Young gaf fyrir inn í teig úr aukaspyrnu og varð Lucas fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark þegar hann var að reyna að hreinsa boltann frá markinu. Eftir þetta sóttu leikmenn Aston Villa meira og uppskáru annað mark undir lok hálfleiksins. Nicky Shorey tók hornspyrnu og rataði knötturinn á Curtis Davies sem skallaði í mark heimamanna, þó svo að tveir varnarmenn Liverpool hafi verið nálægt honum. Stuðningsmenn Liverpool voru þó óánægðir með að Villa hafi fengið hornspyrnuna, sem og Pepe Reina sem fékk gult fyrir mótmælin. Snemma í síðari hálfleik átti Gerrard ágætt skot að marki sem Brad Friedel, markvörður Villa, varði vel. Friedel var ekki hættur og fór mikinn í markinu fyrri hlutann í síðari hálfleiknum, leikmönnum Liverpool til gremju en þeir reyndu að sækja af fremsta megni. Það bar svo loks árangur á 72. mínútu. Emiliano Insua átti góða fyrirgjöf fyrir markið og Fernando Torres náði að klára sóknina með skoti sem hafnaði í marki gestanna. En aðeins þremur mínútum síðar fékk Liverpool rothöggið. Steven Gerrard gerðist sekur um slæm mistök er hann braut á Nigel Reo-Coker í eigin vítateig. Young skoraði úr vítinu og innsiglaði sigur sinna manna. Niðurstaðan fyrsti sigur Villa á tímabilinu en annað tap Liverpool í þremur fyrstu leikjum liðsins á tímabilinu. Liverpool tapaði alls tveimur leikjum allt síðasta tímabil í deildinni.
Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira