Bankastjórar á neyðarfundi heima hjá Davíð Oddssyni Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. nóvember 2009 12:32 Sunnudagskvöldið 26. mars árið 2006 var haldinn neyðarfundur á heimili Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra með bankastjórum stóru bankanna þriggja að beiðni þeirra sjálfra, vegna ískyggilegrar stöðu íslensku bankanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Styrmis Gunnarssonar, Umsátrið - Fall Íslands og endurreisn.Fundinn heima hjá Davíð sátu seðlabankastjórarnir þrír, Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis og Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, var ekki sjálfur á staðnum, en var í símasambandi.Í bók Styrmis segir að á fundinum hafi komið fram að bankarnir hafi fjármagnað sig á þessum tíma með skammtímalánum í verulegum mæli, jafnvel til þriggja mánaða í senn. Bankastjórarnir óttuðust, að daginn eftir, mánudaginn 27. mars, yrði slíkum lánum ýmist sagt upp eða þau ekki endurnýjuð og bankarnir myndu samstundis hrynja.Niðurstaða fundarins varð sú, að gera ekkert fyrir mánudagsmorgun en taka á vandanum ef hann kæmi upp. Þann dag gerðist ekkert. Styrmir segir að þessi atburður hafi hins vegar orðið til þess að bankastjórunum varð mjög brugðið og að ákveðin straumhvörf hafi orðið í afstöðu þeirra til þeirrar gagnrýni sem á þeim hafði dunið frá erlendum greiningardeildum. Þeir hafi hafist handa við að lengja í lánum og endurskipuleggja fjármögnun bankanna, en fundurinn átti sér stað tveimur og hálfu ári fyrir bankahrunið.Fréttastofa ræddi við einn fundarmanna á téðum fundi og fékk staðfest að atvikalýsing Styrmis í bókinni væri rétt.Þá greinir vefsíðan eyjan.is frá því, og vísar í bók Styrmis, að Jean Claude Trichet hafi hringt ævareiður í Davíð Oddsson í apríl 2008 og hótað að grípa til aðgerða sem myndu leiða til gjaldþrots íslensku bankanna. Trichet hafi haldið því fram, að íslensku bankarnir stunduðu óeðlileg gerviviðskipti við Seðlabanka Evrópu í gegnum Seðlabanka Lúxemborgar. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Sunnudagskvöldið 26. mars árið 2006 var haldinn neyðarfundur á heimili Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra með bankastjórum stóru bankanna þriggja að beiðni þeirra sjálfra, vegna ískyggilegrar stöðu íslensku bankanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Styrmis Gunnarssonar, Umsátrið - Fall Íslands og endurreisn.Fundinn heima hjá Davíð sátu seðlabankastjórarnir þrír, Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis og Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, var ekki sjálfur á staðnum, en var í símasambandi.Í bók Styrmis segir að á fundinum hafi komið fram að bankarnir hafi fjármagnað sig á þessum tíma með skammtímalánum í verulegum mæli, jafnvel til þriggja mánaða í senn. Bankastjórarnir óttuðust, að daginn eftir, mánudaginn 27. mars, yrði slíkum lánum ýmist sagt upp eða þau ekki endurnýjuð og bankarnir myndu samstundis hrynja.Niðurstaða fundarins varð sú, að gera ekkert fyrir mánudagsmorgun en taka á vandanum ef hann kæmi upp. Þann dag gerðist ekkert. Styrmir segir að þessi atburður hafi hins vegar orðið til þess að bankastjórunum varð mjög brugðið og að ákveðin straumhvörf hafi orðið í afstöðu þeirra til þeirrar gagnrýni sem á þeim hafði dunið frá erlendum greiningardeildum. Þeir hafi hafist handa við að lengja í lánum og endurskipuleggja fjármögnun bankanna, en fundurinn átti sér stað tveimur og hálfu ári fyrir bankahrunið.Fréttastofa ræddi við einn fundarmanna á téðum fundi og fékk staðfest að atvikalýsing Styrmis í bókinni væri rétt.Þá greinir vefsíðan eyjan.is frá því, og vísar í bók Styrmis, að Jean Claude Trichet hafi hringt ævareiður í Davíð Oddsson í apríl 2008 og hótað að grípa til aðgerða sem myndu leiða til gjaldþrots íslensku bankanna. Trichet hafi haldið því fram, að íslensku bankarnir stunduðu óeðlileg gerviviðskipti við Seðlabanka Evrópu í gegnum Seðlabanka Lúxemborgar.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira