Erlent

Gaddafi hyggst dvelja í tjaldi í New Jersey

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Muammar Gaddafi.
Muammar Gaddafi. MYND/BBC

Yfirvöld í New Jersey eru allt annað en hress með að Líbýuleiðtoginn Muammar Gaddafi hyggist dvelja í bedúínatjaldi í garði líbýska sendiráðsins í Englewood í New Jersey á meðan hann situr ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í New York í september. Michael Wildes, borgarstjóri Englewood, segir það eitt forkastanlegt að Gaddafi fái að koma inn í Bandaríkin eftir að hafa fagnað Lockerbie-sprengjumanninum al-Megrahi eins og þjóðhetju þegar hann sneri til heimalands síns eftir að hafa verið sleppt úr skosku fangelsi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×