Erlent

Minnast Benazir Bhutto í Pakistan

Benazir Bhutto
Benazir Bhutto

Stuðningsmenn Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans minnast hennar í dag þegar tvö ár eru liðin frá því hún var myrt í borginni Rawalpindi.

Bhutto hafi ný lokið við að ávarpa stuðningsmenn sína á útifundi í borginni þegar hún var myrt.

Í morgun kom fámennur hópur saman við minnismerki um hana en minningarathafnir verða víða annars staðar í landinu í dag. Bhutto hafði ný unnið kosningar í landinu þegar skotið var á bíl sem hún stóð í með höfuð upp um bílalúgu.

Eiginmaður hennar, Asif Ali Zardari er nú forseti landsins en ekki er vitað hvort hann muni mæta til minningarathafnar við gröf hennar í suðurhluta landsins síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×