Fimm milljarða króna tap hjá Icelandair Group 14. ágúst 2009 16:21 Icelandair Group skilaði fimm milljarða króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri félagsins segir rekstrarniðurstöðuna ekki vænlega þegar til lengri tíma er litið. Það sé hins vegar mjög ánægjulegt að félagið sé að gera betur en áætlanir fyrir árshelminginn gerðu ráð fyrir. „Afkoman sýnir vel þær krefjandi aðstæður sem Icelandair Group býr við. Hún er þó betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og horfur fyrir sumarið og haustið gefa tilefni til hæfilegrar bjartsýni. Verulegur taprekstur er á flugrekstri í heiminum um þessar mundir og markaðsaðstæður á Íslandi hafa gjörbreyst til hins verra," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Hann segir óheppilega fjármagnsskipan og hátt vaxtastig á Íslandi gera félaginu jafnframt erfitt fyrir og býr félagið við hærri fjármagnskostnað en erlendir samkeppnisaðilar þess. „Icelandair Group er að öllu jöfnu rekið með tapi á fyrri hluta ársins. Engu að síður er rúmlega milljarðs tap á öðrum ársfjórðungi og um fimm milljarða tap á fyrstu sex mánuðum ársins ekki ásættanleg rekstrarniðurstaða þegar til lengri tíma er litið. Það er hins vegar mjög ánægjulegt að við erum að gera betur en áætlanir okkar fyrir árshelminginn gerðu ráð fyrir og það er nokkur rekstrarbati hjá stærsta félaginu í samstæðunni, Icelandair ehf., milli ára," segir Björgólfur. Afkoma fyrir skatta öðrum ársfjórðungi var rúmlega tveimur milljörðum verri en á sama tímabili í fyrra. Þar munar miklu um fjármagnskostnað sem er um rúmlega milljarði hærri. Rekstur SmartLynx í Lettlandi gekk mun verr á öðrum ársfjórðungi 2009 en 2008 auk þess sem olíuvarnir höfðu neikvæð áhrif á rekstur Travel Service í Tékklandi á tímabilinu. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnskostnað, afskriftir og tekjuskatt (EBITDA) hjá íslenskum félögum í samstæðunni eykst hins vegar nokkuð milli ára.Endurskipulagning gengur vel en rekstrarumhverfi er krefjandi Vinna við endurskipulagningu á fjármagnsskipan hefur haldið áfram hjá félaginu. Samstarf við viðskiptabanka félagsins gengur vel og er það markmið beggja aðila að klára endurskipulagninguna fyrir komandi vetur. Ljóst er að rekstrarumhverfið verður mjög krefjandi á næstu misserum en rekstur samstæðunnar í júlí og horfur fram á haustið gefa okkur tilefni til hæfilegrar bjartsýni. Með mikilli elju og dugnaði hefur starfsfólki samstæðunnar tekist að haga málum þannig að mörg jákvæð teikn eru í rekstrinum. Þannig hefur öflug framboðs-og verðstýring auk markaðsstarfs erlendis leitt til nokkurs rekstrarbata hjá Icelandair milli ára. Einnig hefur sveigjanleiki og rekstraraðhald hjá Flugfélagi Íslands skilað sér í ágætis rekstrarafkomu þrátt fyrir mikinn samdrátt. Mikið kostnaðaraðhald og öflug tekjustýring hjá Travel Service hefur auk þess skilað sér í því að afkoman er mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Björgólfur segir að Travel Service muni halda áfram á þessum nótum og er EBITDA markmið félagsins fyrir árið í heild nú um 6,5 milljarðar króna, en var 6,0 milljarðar við birtingu uppgjörs fyrir fyrsta ársfjórðung. Ef það næst er um umtalsverðan bata að ræða milli ára, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að EBITDA hjá SmartLynx er áætluð neikvæð um 1,9 milljarða króna á árinu og gjaldfærslu olíuvarna hjá Travel Service að fjárhæð 2,9 milljarðar króna. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Icelandair Group skilaði fimm milljarða króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri félagsins segir rekstrarniðurstöðuna ekki vænlega þegar til lengri tíma er litið. Það sé hins vegar mjög ánægjulegt að félagið sé að gera betur en áætlanir fyrir árshelminginn gerðu ráð fyrir. „Afkoman sýnir vel þær krefjandi aðstæður sem Icelandair Group býr við. Hún er þó betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og horfur fyrir sumarið og haustið gefa tilefni til hæfilegrar bjartsýni. Verulegur taprekstur er á flugrekstri í heiminum um þessar mundir og markaðsaðstæður á Íslandi hafa gjörbreyst til hins verra," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Hann segir óheppilega fjármagnsskipan og hátt vaxtastig á Íslandi gera félaginu jafnframt erfitt fyrir og býr félagið við hærri fjármagnskostnað en erlendir samkeppnisaðilar þess. „Icelandair Group er að öllu jöfnu rekið með tapi á fyrri hluta ársins. Engu að síður er rúmlega milljarðs tap á öðrum ársfjórðungi og um fimm milljarða tap á fyrstu sex mánuðum ársins ekki ásættanleg rekstrarniðurstaða þegar til lengri tíma er litið. Það er hins vegar mjög ánægjulegt að við erum að gera betur en áætlanir okkar fyrir árshelminginn gerðu ráð fyrir og það er nokkur rekstrarbati hjá stærsta félaginu í samstæðunni, Icelandair ehf., milli ára," segir Björgólfur. Afkoma fyrir skatta öðrum ársfjórðungi var rúmlega tveimur milljörðum verri en á sama tímabili í fyrra. Þar munar miklu um fjármagnskostnað sem er um rúmlega milljarði hærri. Rekstur SmartLynx í Lettlandi gekk mun verr á öðrum ársfjórðungi 2009 en 2008 auk þess sem olíuvarnir höfðu neikvæð áhrif á rekstur Travel Service í Tékklandi á tímabilinu. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnskostnað, afskriftir og tekjuskatt (EBITDA) hjá íslenskum félögum í samstæðunni eykst hins vegar nokkuð milli ára.Endurskipulagning gengur vel en rekstrarumhverfi er krefjandi Vinna við endurskipulagningu á fjármagnsskipan hefur haldið áfram hjá félaginu. Samstarf við viðskiptabanka félagsins gengur vel og er það markmið beggja aðila að klára endurskipulagninguna fyrir komandi vetur. Ljóst er að rekstrarumhverfið verður mjög krefjandi á næstu misserum en rekstur samstæðunnar í júlí og horfur fram á haustið gefa okkur tilefni til hæfilegrar bjartsýni. Með mikilli elju og dugnaði hefur starfsfólki samstæðunnar tekist að haga málum þannig að mörg jákvæð teikn eru í rekstrinum. Þannig hefur öflug framboðs-og verðstýring auk markaðsstarfs erlendis leitt til nokkurs rekstrarbata hjá Icelandair milli ára. Einnig hefur sveigjanleiki og rekstraraðhald hjá Flugfélagi Íslands skilað sér í ágætis rekstrarafkomu þrátt fyrir mikinn samdrátt. Mikið kostnaðaraðhald og öflug tekjustýring hjá Travel Service hefur auk þess skilað sér í því að afkoman er mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Björgólfur segir að Travel Service muni halda áfram á þessum nótum og er EBITDA markmið félagsins fyrir árið í heild nú um 6,5 milljarðar króna, en var 6,0 milljarðar við birtingu uppgjörs fyrir fyrsta ársfjórðung. Ef það næst er um umtalsverðan bata að ræða milli ára, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að EBITDA hjá SmartLynx er áætluð neikvæð um 1,9 milljarða króna á árinu og gjaldfærslu olíuvarna hjá Travel Service að fjárhæð 2,9 milljarðar króna.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira