Viltu krónu, manni? Stefán Benediktsson skrifar 17. apríl 2009 06:00 Kynþokki krónunnar er orðinn álíka mikill og ósoðins sláturs og því fær ekkert breytt. Samfélag okkar á ekki að þurfa að færa þær fórnir sem það kostar að vera með eigin mynt. Þessar fórnir munu verða enn meiri nú eftir að krónan hefur misst mannorðið. Afturbatapíkukrónur eiga aldrei eftir að freista nokkurs manns. Undanfarið hefur bergmálað í eyrum okkar að innganga í Evrópusambandið og myntbandalag Evrópu sé engin lausn af því að hún geti ekki virkað nógu hratt, sé „ekki skyndilausn“. Ekki veit ég hvernig fólk sem talar svona lifir lífinu eða hefur samskipti. Hafnar það öllum lausnum, nema skyndilausnum? Pantar það aldrei flugmiða, leikhúsmiða eða steypu? Hefur það aldrei skapað nýja framtíð, verið á leiðinni í leikhús, ferðalag eða steypuvinnu, í stað þess að gera ekki neitt? Skyndilausnir eiga við í matargerð en ekki til að reka samfélag. „Viltu krónu, manni?“ eða „viltu evru, manni?“ Menn eiga ekki erfitt að velja í dag og mér segir svo hugur að fáir sjái fram á að þeir velji einhvern tíma krónu fram yfir evru. Kannski finnast svo þjóðhollir menn í dag að þeir taki frekar krónuna en jafnvel þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að öngvir munu vilja skipta á henni og evru nema á undirmálsverði því það er krónan orðin; undirmálsgjaldmiðill. Við munum aldrei aftur geta sagt „viltu jöklabréf manni“ því krónan mun aldrei öðlast traust aftur í alþjóðaviðskiptum. Hún getur styrkst en hún verður alltaf lögð í einelti á einn veg eða annan. Hún verður alltaf veikburða leiksoppur, keypt eða seld eftir því hvernig gengið er þennan eða hinn daginn. Hún mun bara viðhalda óstöðugleika. Viljum við ekki búa við lægra verðlag, hærri laun, lægri skatta, lægri vexti og hærra þjónustustig en við búum við núna? Að ég tali nú ekki um líf án verðbólgu. Á fjölskylda okkar það ekki skilið að geta notað laun sín án þess að verðbólga skerði þau um 25%? Þá er ég ekki farinn að minnast á verðtrygginguna. Innan fárra daga kjósum við milli flokka sem vilja krónu með háum vöxtum og verðlagi ásamt lágum launum, lágu þjónustustigi, verðbólgu, gjaldeyrishöftum og þeirri afsiðun sem því fylgir eða þeirra sem vilja vera aðili Evrópusambandinu, nota evru, búa á einu verðlags- og þjónustusvæði án hafta í samstarfi við ríki sem hafa gert það að markmiði sínu að auka jöfnuð í sínum heimshluta í þágu friðar. Það gleymist of oft að ESB eru 500 milljón manna friðarsamtök. Kæru stjórnmálamenn! Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að krónan sé okkar framtíðargjaldmiðill. Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að Seðlabanki Íslands sé betri vörn gegn sveiflum á peningamarkaði en Seðlabanki Evrópu. Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að íslenskt lýðræði sé betra en evrópskt lýðræði. Fréttirnar segja okkur allt annað. Ekki gera ekki neitt. Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Benediktsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Kynþokki krónunnar er orðinn álíka mikill og ósoðins sláturs og því fær ekkert breytt. Samfélag okkar á ekki að þurfa að færa þær fórnir sem það kostar að vera með eigin mynt. Þessar fórnir munu verða enn meiri nú eftir að krónan hefur misst mannorðið. Afturbatapíkukrónur eiga aldrei eftir að freista nokkurs manns. Undanfarið hefur bergmálað í eyrum okkar að innganga í Evrópusambandið og myntbandalag Evrópu sé engin lausn af því að hún geti ekki virkað nógu hratt, sé „ekki skyndilausn“. Ekki veit ég hvernig fólk sem talar svona lifir lífinu eða hefur samskipti. Hafnar það öllum lausnum, nema skyndilausnum? Pantar það aldrei flugmiða, leikhúsmiða eða steypu? Hefur það aldrei skapað nýja framtíð, verið á leiðinni í leikhús, ferðalag eða steypuvinnu, í stað þess að gera ekki neitt? Skyndilausnir eiga við í matargerð en ekki til að reka samfélag. „Viltu krónu, manni?“ eða „viltu evru, manni?“ Menn eiga ekki erfitt að velja í dag og mér segir svo hugur að fáir sjái fram á að þeir velji einhvern tíma krónu fram yfir evru. Kannski finnast svo þjóðhollir menn í dag að þeir taki frekar krónuna en jafnvel þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að öngvir munu vilja skipta á henni og evru nema á undirmálsverði því það er krónan orðin; undirmálsgjaldmiðill. Við munum aldrei aftur geta sagt „viltu jöklabréf manni“ því krónan mun aldrei öðlast traust aftur í alþjóðaviðskiptum. Hún getur styrkst en hún verður alltaf lögð í einelti á einn veg eða annan. Hún verður alltaf veikburða leiksoppur, keypt eða seld eftir því hvernig gengið er þennan eða hinn daginn. Hún mun bara viðhalda óstöðugleika. Viljum við ekki búa við lægra verðlag, hærri laun, lægri skatta, lægri vexti og hærra þjónustustig en við búum við núna? Að ég tali nú ekki um líf án verðbólgu. Á fjölskylda okkar það ekki skilið að geta notað laun sín án þess að verðbólga skerði þau um 25%? Þá er ég ekki farinn að minnast á verðtrygginguna. Innan fárra daga kjósum við milli flokka sem vilja krónu með háum vöxtum og verðlagi ásamt lágum launum, lágu þjónustustigi, verðbólgu, gjaldeyrishöftum og þeirri afsiðun sem því fylgir eða þeirra sem vilja vera aðili Evrópusambandinu, nota evru, búa á einu verðlags- og þjónustusvæði án hafta í samstarfi við ríki sem hafa gert það að markmiði sínu að auka jöfnuð í sínum heimshluta í þágu friðar. Það gleymist of oft að ESB eru 500 milljón manna friðarsamtök. Kæru stjórnmálamenn! Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að krónan sé okkar framtíðargjaldmiðill. Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að Seðlabanki Íslands sé betri vörn gegn sveiflum á peningamarkaði en Seðlabanki Evrópu. Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að íslenskt lýðræði sé betra en evrópskt lýðræði. Fréttirnar segja okkur allt annað. Ekki gera ekki neitt. Höfundur er arkitekt.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun