Allsnægtir landsins Ása Björk Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2009 06:00 Okkur er trúað fyrir fallegu og gjöfulu landi. Á sama tíma og mörg okkar óttast nánustu framtíð og völtu efnahagskerfi verður komið í jafnvægi, skulum við hugsa um það hvað okkur langar til að sjá gerast. Hverjar eru væntingar okkar? Minn draumur er sá, að Íslendingar verði sjálfum sér nógir með mat. Matarkistan og gnægtarbrunnurinn Ísland er ekki óraunhæfur draumur. Til eru nokkrar leiðir. Um leið og tekin verður ákvörðun um að garðyrkjubændur fái raforku á stóriðjuverði, munum við sjá hraða þróun og mikla uppbyggingu í ylrækt. Fólk mun sjá framtíð í að reisa gróðurhús og hefja hvers konar ræktun grænmetis eða/og jafnvel ávaxta. Langtímastörfin við ræktun eru svo mörg að ég hef ekki hugmyndaflug til að telja þau. Ótalin eru þá afleidd störf við þjónustu, pökkun, dreifingu og svo framvegis. Þessi einfalda aðgerð kemur þannig til með að stórauka eftirspurn eftir gleri og grindum í gróðurhúsin, það skapar störf. Einnig skapast störf við undirbúning og vinnu við uppsetningu húsanna. Lífræn og hrein ræktun er sú ímynd sem Ísland á að hafa út á við. Mig dreymir um að við ræktum nóg fyrir innanlandsmarkað. Ekki einungis vegna þess að íslenskt grænmeti er fyrsta flokks, heldur einnig til þess að nota ekki dýrmætan gjaldeyri í nokkuð sem við getum verið sjálfbær um. Við framleiðum nóg af kjöti, eigum nægan fisk í hafinu, afbragðs mjólkurvöru og eigum að rækta meira grænmeti og einhverja ávexti. Það virðist erfiðara með kornið, en í byggræktun erum við komin vel í gang. Ræktun skóga breytir loftslaginu og því verðugt markmið að virkja enn frekar þann stórhug sem með mörgum býr. Þetta er sú framtíðarsýn sem ég hef og að auki tel ég að sú vannýtta auðlind sem felst í lækningajurtum sé nokkuð sem beri að athuga gaumgæfilega. Þó ber sérstaklega að gæta þess að ganga ekki á villta stofna, en hugsanlega er þó hægt að rækta slíkar jurtir í gróðurhúsum í einhverjum mæli. Þannig náum við að nýta þann gnægtarbrunn sem landið okkar vissulega er. Höfundur er héraðsprestur og skipar 6. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Okkur er trúað fyrir fallegu og gjöfulu landi. Á sama tíma og mörg okkar óttast nánustu framtíð og völtu efnahagskerfi verður komið í jafnvægi, skulum við hugsa um það hvað okkur langar til að sjá gerast. Hverjar eru væntingar okkar? Minn draumur er sá, að Íslendingar verði sjálfum sér nógir með mat. Matarkistan og gnægtarbrunnurinn Ísland er ekki óraunhæfur draumur. Til eru nokkrar leiðir. Um leið og tekin verður ákvörðun um að garðyrkjubændur fái raforku á stóriðjuverði, munum við sjá hraða þróun og mikla uppbyggingu í ylrækt. Fólk mun sjá framtíð í að reisa gróðurhús og hefja hvers konar ræktun grænmetis eða/og jafnvel ávaxta. Langtímastörfin við ræktun eru svo mörg að ég hef ekki hugmyndaflug til að telja þau. Ótalin eru þá afleidd störf við þjónustu, pökkun, dreifingu og svo framvegis. Þessi einfalda aðgerð kemur þannig til með að stórauka eftirspurn eftir gleri og grindum í gróðurhúsin, það skapar störf. Einnig skapast störf við undirbúning og vinnu við uppsetningu húsanna. Lífræn og hrein ræktun er sú ímynd sem Ísland á að hafa út á við. Mig dreymir um að við ræktum nóg fyrir innanlandsmarkað. Ekki einungis vegna þess að íslenskt grænmeti er fyrsta flokks, heldur einnig til þess að nota ekki dýrmætan gjaldeyri í nokkuð sem við getum verið sjálfbær um. Við framleiðum nóg af kjöti, eigum nægan fisk í hafinu, afbragðs mjólkurvöru og eigum að rækta meira grænmeti og einhverja ávexti. Það virðist erfiðara með kornið, en í byggræktun erum við komin vel í gang. Ræktun skóga breytir loftslaginu og því verðugt markmið að virkja enn frekar þann stórhug sem með mörgum býr. Þetta er sú framtíðarsýn sem ég hef og að auki tel ég að sú vannýtta auðlind sem felst í lækningajurtum sé nokkuð sem beri að athuga gaumgæfilega. Þó ber sérstaklega að gæta þess að ganga ekki á villta stofna, en hugsanlega er þó hægt að rækta slíkar jurtir í gróðurhúsum í einhverjum mæli. Þannig náum við að nýta þann gnægtarbrunn sem landið okkar vissulega er. Höfundur er héraðsprestur og skipar 6. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun