Próflaus þjófur og hasssmyglari fyrir dómi 4. maí 2009 16:32 Rúmlega fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð þjófnaðar- og umferðarlagabrot í Reykjavík á síðasta ári. Mál á hendur manninum ásamt öðrum voru tekin fyrir í héraðsdómi í dag. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að keyra dópaður og próflaus gegnt rauðu ljósi sem endaði með því að hann keyrði á umferðarvitann. Maðurinn hefur áður misst bílprófið til æviloka. Einnig hefur hann verið ákærður fyrir að stela allt frá tveimur bjórflöskum upp í fartölvur og flatskjá. Þá reyndi hann að smygla hassi inn í fangelsi, falið í vasaljósi. Í lok nóvember ók maðurinn óökuhæfri bifreið, sviptur ökuréttindum ævilangt og óhæfur til að stjórna bifreiðinni en í blóði mældis amfetamín og MDMA, um götur Reykjavíkur. Ökuferðin endaði með því að hann keyrði framan á bifreið sem var stopp á rauðu ljósi og staðnæmdist á henni og götuljósvita en á honum var rautt ljós. Bifreiðin var mikið skemmd en maðurinn flúði af vettvangi. Í byrjun desember var hann síðan á ferðinni á bifreiðastæði við bensínafgreiðslu N-1 við Borgartún þar sem hann bakkaði á kyrrstaða bifreið og ók af vettvangi. Fimm dögum síðar ók hann síðan bifreið á aðra bifreið á Hverfisgötu. Sem fyrr ákvað hann að láta sig hverfa af vettvangi. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa brotist inn á veitingastaðinn Vegamót og stolið þaðan tveimur bjórflöskum og síðan stal hann fartölvu í húsnæði fyrirtækisins Dansræktar í Lágmúla. Þá stal hann fimm fartölvum og flatskjá að verðmæti um eina milljón króna af skrifstofum Reykjavíkurborgar. Einnig stal hann skóm að verðmæti 4.990 krónum úr verslun Hagkaupa í Holtagörðum. Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa reynt að senda refsifanga í fangelsinu Kópavogsbraut 17 tæp 13 grömm af hassi, sem hann afhenti starfsmönnum fangelsins, falin í vasaljósi. Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar, auk þess sem hann verði sviptur ökuréttindum ævilangt. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Rúmlega fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð þjófnaðar- og umferðarlagabrot í Reykjavík á síðasta ári. Mál á hendur manninum ásamt öðrum voru tekin fyrir í héraðsdómi í dag. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að keyra dópaður og próflaus gegnt rauðu ljósi sem endaði með því að hann keyrði á umferðarvitann. Maðurinn hefur áður misst bílprófið til æviloka. Einnig hefur hann verið ákærður fyrir að stela allt frá tveimur bjórflöskum upp í fartölvur og flatskjá. Þá reyndi hann að smygla hassi inn í fangelsi, falið í vasaljósi. Í lok nóvember ók maðurinn óökuhæfri bifreið, sviptur ökuréttindum ævilangt og óhæfur til að stjórna bifreiðinni en í blóði mældis amfetamín og MDMA, um götur Reykjavíkur. Ökuferðin endaði með því að hann keyrði framan á bifreið sem var stopp á rauðu ljósi og staðnæmdist á henni og götuljósvita en á honum var rautt ljós. Bifreiðin var mikið skemmd en maðurinn flúði af vettvangi. Í byrjun desember var hann síðan á ferðinni á bifreiðastæði við bensínafgreiðslu N-1 við Borgartún þar sem hann bakkaði á kyrrstaða bifreið og ók af vettvangi. Fimm dögum síðar ók hann síðan bifreið á aðra bifreið á Hverfisgötu. Sem fyrr ákvað hann að láta sig hverfa af vettvangi. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa brotist inn á veitingastaðinn Vegamót og stolið þaðan tveimur bjórflöskum og síðan stal hann fartölvu í húsnæði fyrirtækisins Dansræktar í Lágmúla. Þá stal hann fimm fartölvum og flatskjá að verðmæti um eina milljón króna af skrifstofum Reykjavíkurborgar. Einnig stal hann skóm að verðmæti 4.990 krónum úr verslun Hagkaupa í Holtagörðum. Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa reynt að senda refsifanga í fangelsinu Kópavogsbraut 17 tæp 13 grömm af hassi, sem hann afhenti starfsmönnum fangelsins, falin í vasaljósi. Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar, auk þess sem hann verði sviptur ökuréttindum ævilangt.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira