Business.dk spyr hvað gulldrengir Íslands geri í dag 19. maí 2009 13:46 Business.dk, viðskiptavefur Berlinske Tidende, birtir í dag grein undir fyrirsögninni „Hvað eru gulldrengir Íslands að gera núna?" Í innganginum að greininni segir að fjármálaelíta Íslands hafi átt fyrirsagnirnar í tvö ár með eftirtektarverðum fjárfestingum. Í dag eru þeir skammaðir fyrir að hafa borið ábyrgð á efnahagshruni eyjarinnar. „Þeir voru næstum því þjóðarhetjur. Viðskiptamenn sem gerðu Ísland að fjárhagslegu ofurveldi á mettíma. Persónugervingar fyrir hinn íslenska slagkraft og frumkvæði. Í dag hafa þeir allir tapað kórónum sínum. En þótt fleiri þeirra hafi sætt hótunum og aðkasti og viðskiptaveldi þeirra sé að hrynja hefur enginn þeirra gefist alveg upp. Nokkrir halda áfram utan Íslands aðrir berjast í stórum uppgjörum sem eru í gangi á eyjunni. Seðlabankastjórinn fyrrverandi nýtur elliáranna við að gróðursetja tré," segir í innganginum. Hér má sjá umfjöllunin um gulldrengina. Björgólfur Thor Björgólfsson – Heldur sig til hlésBjörgólfur Thor Björgólfsson er í dag eini milljarðamæringurinn í dollurum talið. Fjárfestingar í bönkum og fasteignafélögum hafa kostað hann stórfé og brunaútsalan er í gangi. Tengsl hans við Ísland eru hverfandi lítil.Björgólfur Thor sem þekktur er í Danmörku fyrir Straum og fjárfestingar í Sjælsö og Property Group tapaði auðæfum á hruni Landsbankans og Straums. En hann á enn milljarð dollara samkvæmt lista Forbes sem birtur var í mars.Á Íslandi hefur auðmaðurinn aðeins veitt eitt viðtal eftir hrunið og samkvæmt heimildum lítur hann fyrst og fremst á sig sem alþjóðlegan fjárfesti. Hann er búsettur í London þar sem hann lítur eftir fjárfestingum, bankasamböndum og verðlausum íslenskum eignum. Tengsl hans við heimalandið eru orðin mjög lítil. Jón Ásgeir Jóhannesson – Magasin-eigandi byrjar á nýÍ Danmörku varð Jón Ásgeir þjóðþekktur þegar hann kom inn af hægri kantinum og festi kaup á Magasin. Fyrst í mars hrundi ævistarfið Baugur með skuldir upp á ca. 7,5 milljarða dkr. og það hefur höggvið veruleg skörð í eigur mannsins sem á pappírnum var einn sá auðugasti á Íslandi.Þess vegna selur hann nú lúxuseigurnar. Einkaþotan og 50 metra löng Hessen snekkjan eru þegar í höndum nýrra eigenda og þakíbúðin í New York er til sölu. Eftir stendur Rolls Royce Phantom bifreið á Íslandi, og hann segir kaldhæðnislega við Times að markaðurinn fyrir notaða lúxusbíla á Íslandi sé hruninn.Í dag býr Jón Ásgeir að mestu í London og New York en hann er hataður á Íslandi. Þegar í desember, áður en gjaldþrotið var staðreynd, var ráðist á hann með snjóboltum af óánægðum unglingum í Reykjavík. Það er enn útbreidd skoðun að skuldsett uppkaup hans og munaðarfullur lífsstíll sé ein af orsökum íslenska bankahrunsins.Jón Ásgeir heldur því stöðugt fram að pólitískar ástæður liggi að baki því að honum var kippt úr sambandi og að verslanirnar í verslanaveldi hans séu betur komnar undir hans stjórn en bankanna.Enn er ekki búið að gera upp gjaldþrotið og þrotabúið hefur sagt að það muni rannsaka hvort hægt sé að afturkalla sölu á fjölda eigna, þar með í Danmörku frá Baugi til fjölskyldu Jóns skömmu fyrir gjaldþrotið.Jón Ásgeir er langt í frá persónulega gjaldþrota. Og þrátt fyrir hrunið í mars er hann þegar kominn í gang með nýtt félag. Ásamt fyrrum viðskiptafélögum hefur hann stofnað breska félagið Tecamol sem á að fjárfesta í verslunargeiranum - þó með mun færri lánum.Félagið er til húsa við Oxford Street - og hinn alræmdi víkingalukkugripur hefur fylgt með. Geymdu bílarnir hjá íslenskum flugkóngiHannes Smárason var þekktur sem kóngurinn í íslenskum uppkaupum m.a. á Sterling. Þótt honum hafi verið fórnað í valdabaráttu þegar fyrir kreppuna er hann ekki gleymdur hjá almenningi.Hannes Smárason var hinn valdamikli stjóri og stórhluthafi í FL Group sem stóð á bakvið langa röð af umtöluðum kaupum í Danmörku þar á meðal Sterling flugfélaginu. Þótt hann hafi yfirgefið sviðið áður en það hrundi hefur hann ekki sloppið við gagnrýni eftir hrunið.FL Group er æ meir séð sem stór svikamylla þar sem félög voru flutt á milli lítillar klíku fjárfesta sem tók lán út á eignirnar við hver viðskipti.Nú síðast afhjúpaði íslenska slúðurblaðið DV að Smárason hefði geymt lúxusbíla í bílastæðakjallara en nú á að selja þá erlendis. Á sama tíma eru ásakanir um óeðlilegar greiðslur FL Group til hins íhaldssama Sjálfstæðisflokk meðan á einkavæðingunni stóð. Íslenskur bankakóngur í nýjum slagsmálumSigurður Einarsson er fyrrum stjórnarformaður og forstjóri Kaupþings sem m.a. á fimmta stærsta banka Danmerkur, FIH. Nú er hann kominn í hundaslagsmál við fjármálaeftirlitið eftir uppljóstranir um fúsk í bankanum.Sigurður Einarsson var í bankageiranum það sem Jón Ásgeir var í verslunargeiranum. Og hann leiddi íslensku uppkaupabylgjuna í Danmörku með yfirtökunni á FIH Erhvervsbank.Á velmektardögum sínum var hann ekki hræddur við að draga fyrir dómstóla þá sem gangrýndu hina íslensku bólu.Þrátt fyrir að banki hins valdamikla bankamanns sé hruninn og upplýst hafi verið um röð af vafasömum viðskiptum heldur hann sig ekki til hlés. Í harðorðu bréfi hvetur hann fjármálaeftirlitið til þess að rannsaka hvernig trúnaðarskjöl hafi komist í hendur fjölmiðla, nákvæmlega þau skjöl sem sýna hin vafasömu viðskipti og fléttu ofan af þeim.Persónulega býr hann í London og keypti samkvæmt breskum fjölmiðlum villu á yfirverði í Westlondon. Verð: 10,5 milljónir punda. Seðlabankastjóri án lífvarðaDavíð Oddsson fyrrum forsætisráðherra, utanríksráðherra og seðlabankastjóri hefur sett nafn sitt og orðstír að veði. En núna getur hann að minnsta kosti ferðast um án lífvarða.Davíð Oddsson var til fjölda ára vinsælasti stjórnmálamaður Íslands en glansinn fór fyrir alvöru af honum þau ár sem hann starfaði sem seðlabankastjóri.Ekki bara á Íslandi, þar sem hann neitaði að víkja úr sætinu í fáránlegri valdabaráttu, heldur einnig á alþjóðavísu þar sem m.a. Time Magazine setti Oddsson á topp 25 listann yfir þá sem báru ábyrgð á heimskreppunni.Enn í dag heldur Oddsson því fram að hann hafi ekki gert neitt rangt og hann getur, að eigin sögn, um frjálst höfuð strokið án þess að honum fylgi tveir-þrír lífverðir sem hafa varið hann síðan í október.Elliárunum ætlar Oddsson að eyða við að skrifa bækur, aðalstarf hans fyrir stjórnmálaferilinn, og gróðursetja tré og líta eftir garðinum við sumarhúsið. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Business.dk, viðskiptavefur Berlinske Tidende, birtir í dag grein undir fyrirsögninni „Hvað eru gulldrengir Íslands að gera núna?" Í innganginum að greininni segir að fjármálaelíta Íslands hafi átt fyrirsagnirnar í tvö ár með eftirtektarverðum fjárfestingum. Í dag eru þeir skammaðir fyrir að hafa borið ábyrgð á efnahagshruni eyjarinnar. „Þeir voru næstum því þjóðarhetjur. Viðskiptamenn sem gerðu Ísland að fjárhagslegu ofurveldi á mettíma. Persónugervingar fyrir hinn íslenska slagkraft og frumkvæði. Í dag hafa þeir allir tapað kórónum sínum. En þótt fleiri þeirra hafi sætt hótunum og aðkasti og viðskiptaveldi þeirra sé að hrynja hefur enginn þeirra gefist alveg upp. Nokkrir halda áfram utan Íslands aðrir berjast í stórum uppgjörum sem eru í gangi á eyjunni. Seðlabankastjórinn fyrrverandi nýtur elliáranna við að gróðursetja tré," segir í innganginum. Hér má sjá umfjöllunin um gulldrengina. Björgólfur Thor Björgólfsson – Heldur sig til hlésBjörgólfur Thor Björgólfsson er í dag eini milljarðamæringurinn í dollurum talið. Fjárfestingar í bönkum og fasteignafélögum hafa kostað hann stórfé og brunaútsalan er í gangi. Tengsl hans við Ísland eru hverfandi lítil.Björgólfur Thor sem þekktur er í Danmörku fyrir Straum og fjárfestingar í Sjælsö og Property Group tapaði auðæfum á hruni Landsbankans og Straums. En hann á enn milljarð dollara samkvæmt lista Forbes sem birtur var í mars.Á Íslandi hefur auðmaðurinn aðeins veitt eitt viðtal eftir hrunið og samkvæmt heimildum lítur hann fyrst og fremst á sig sem alþjóðlegan fjárfesti. Hann er búsettur í London þar sem hann lítur eftir fjárfestingum, bankasamböndum og verðlausum íslenskum eignum. Tengsl hans við heimalandið eru orðin mjög lítil. Jón Ásgeir Jóhannesson – Magasin-eigandi byrjar á nýÍ Danmörku varð Jón Ásgeir þjóðþekktur þegar hann kom inn af hægri kantinum og festi kaup á Magasin. Fyrst í mars hrundi ævistarfið Baugur með skuldir upp á ca. 7,5 milljarða dkr. og það hefur höggvið veruleg skörð í eigur mannsins sem á pappírnum var einn sá auðugasti á Íslandi.Þess vegna selur hann nú lúxuseigurnar. Einkaþotan og 50 metra löng Hessen snekkjan eru þegar í höndum nýrra eigenda og þakíbúðin í New York er til sölu. Eftir stendur Rolls Royce Phantom bifreið á Íslandi, og hann segir kaldhæðnislega við Times að markaðurinn fyrir notaða lúxusbíla á Íslandi sé hruninn.Í dag býr Jón Ásgeir að mestu í London og New York en hann er hataður á Íslandi. Þegar í desember, áður en gjaldþrotið var staðreynd, var ráðist á hann með snjóboltum af óánægðum unglingum í Reykjavík. Það er enn útbreidd skoðun að skuldsett uppkaup hans og munaðarfullur lífsstíll sé ein af orsökum íslenska bankahrunsins.Jón Ásgeir heldur því stöðugt fram að pólitískar ástæður liggi að baki því að honum var kippt úr sambandi og að verslanirnar í verslanaveldi hans séu betur komnar undir hans stjórn en bankanna.Enn er ekki búið að gera upp gjaldþrotið og þrotabúið hefur sagt að það muni rannsaka hvort hægt sé að afturkalla sölu á fjölda eigna, þar með í Danmörku frá Baugi til fjölskyldu Jóns skömmu fyrir gjaldþrotið.Jón Ásgeir er langt í frá persónulega gjaldþrota. Og þrátt fyrir hrunið í mars er hann þegar kominn í gang með nýtt félag. Ásamt fyrrum viðskiptafélögum hefur hann stofnað breska félagið Tecamol sem á að fjárfesta í verslunargeiranum - þó með mun færri lánum.Félagið er til húsa við Oxford Street - og hinn alræmdi víkingalukkugripur hefur fylgt með. Geymdu bílarnir hjá íslenskum flugkóngiHannes Smárason var þekktur sem kóngurinn í íslenskum uppkaupum m.a. á Sterling. Þótt honum hafi verið fórnað í valdabaráttu þegar fyrir kreppuna er hann ekki gleymdur hjá almenningi.Hannes Smárason var hinn valdamikli stjóri og stórhluthafi í FL Group sem stóð á bakvið langa röð af umtöluðum kaupum í Danmörku þar á meðal Sterling flugfélaginu. Þótt hann hafi yfirgefið sviðið áður en það hrundi hefur hann ekki sloppið við gagnrýni eftir hrunið.FL Group er æ meir séð sem stór svikamylla þar sem félög voru flutt á milli lítillar klíku fjárfesta sem tók lán út á eignirnar við hver viðskipti.Nú síðast afhjúpaði íslenska slúðurblaðið DV að Smárason hefði geymt lúxusbíla í bílastæðakjallara en nú á að selja þá erlendis. Á sama tíma eru ásakanir um óeðlilegar greiðslur FL Group til hins íhaldssama Sjálfstæðisflokk meðan á einkavæðingunni stóð. Íslenskur bankakóngur í nýjum slagsmálumSigurður Einarsson er fyrrum stjórnarformaður og forstjóri Kaupþings sem m.a. á fimmta stærsta banka Danmerkur, FIH. Nú er hann kominn í hundaslagsmál við fjármálaeftirlitið eftir uppljóstranir um fúsk í bankanum.Sigurður Einarsson var í bankageiranum það sem Jón Ásgeir var í verslunargeiranum. Og hann leiddi íslensku uppkaupabylgjuna í Danmörku með yfirtökunni á FIH Erhvervsbank.Á velmektardögum sínum var hann ekki hræddur við að draga fyrir dómstóla þá sem gangrýndu hina íslensku bólu.Þrátt fyrir að banki hins valdamikla bankamanns sé hruninn og upplýst hafi verið um röð af vafasömum viðskiptum heldur hann sig ekki til hlés. Í harðorðu bréfi hvetur hann fjármálaeftirlitið til þess að rannsaka hvernig trúnaðarskjöl hafi komist í hendur fjölmiðla, nákvæmlega þau skjöl sem sýna hin vafasömu viðskipti og fléttu ofan af þeim.Persónulega býr hann í London og keypti samkvæmt breskum fjölmiðlum villu á yfirverði í Westlondon. Verð: 10,5 milljónir punda. Seðlabankastjóri án lífvarðaDavíð Oddsson fyrrum forsætisráðherra, utanríksráðherra og seðlabankastjóri hefur sett nafn sitt og orðstír að veði. En núna getur hann að minnsta kosti ferðast um án lífvarða.Davíð Oddsson var til fjölda ára vinsælasti stjórnmálamaður Íslands en glansinn fór fyrir alvöru af honum þau ár sem hann starfaði sem seðlabankastjóri.Ekki bara á Íslandi, þar sem hann neitaði að víkja úr sætinu í fáránlegri valdabaráttu, heldur einnig á alþjóðavísu þar sem m.a. Time Magazine setti Oddsson á topp 25 listann yfir þá sem báru ábyrgð á heimskreppunni.Enn í dag heldur Oddsson því fram að hann hafi ekki gert neitt rangt og hann getur, að eigin sögn, um frjálst höfuð strokið án þess að honum fylgi tveir-þrír lífverðir sem hafa varið hann síðan í október.Elliárunum ætlar Oddsson að eyða við að skrifa bækur, aðalstarf hans fyrir stjórnmálaferilinn, og gróðursetja tré og líta eftir garðinum við sumarhúsið.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira