Viðskipti innlent

Þúsund Nokia tónlistarsímar seldir hérlendis

Nú hafa þúsund 5800 XpressMusic tónlistarsímar frá Nokia verið seldir hér á landi, en síminn kom fyrst á markaðinn fyrir aðeins tveimur mánuðum.

Í tilkynningu segir að sjaldan hafi svo öflugur sími selst eins vel á jafn stuttum tíma. Síminn var kynntur á Nokia on Ice tónlistarhátíðinni, sem fram fór í byrjun apríl, og komu fulltrúar frá Nokia í Danmörku hingað til lands sérstaklega af því tilefni.

Nokia 5800 XpressMusic tónlistarsíminn er bylting frá Nokia og hefur hvarvetna fengið frábærar viðtökur. Allar aðgerðir eru framkvæmdar á 3,2 tommu snertiskjá og síminn er vel hannaður til að hlusta á tónlist, horfa á myndbönd og kvikmyndir eða sem GPS staðsetningartæki svo eitthvað sé nefnt.

Nokia 5800 XpressMusic keyrir á nýrri útgáfu af S60-stýrikerfinu, auk þess sem síminn styður a-GPS, WLAN og 3G með HSDPA.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×