LeBron James er orðinn betri en Kobe Bryant 19. maí 2009 14:39 Margir spá því að Kobe Bryant og LeBron James muni mætast í lokaúrslitum NBA í júní Nordic Photos/Getty Images LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, getur orðið besti leikmaður allra tíma. Þetta segir goðsögnin Jerry West sem áður lék með LA Lakers. West er ekki fyrsti maðurinn sem lætur þessi orð út úr sér, en þau eru áhugaverð í ljósi þess að West var áður leikmaður og síðar framkvæmdastjóri LA Lakers. Hann er maðurinn sem fékk Kobe Bryant til LA Lakers á sínum tíma. Bryant hefur almennt verið álitinn besti leikmaður deildarinnar undanfarin ár, en West segir að LeBron James sé búinn að taka við þeim titli. Cleveland og LA Lakers standa í ströngu í úrslitakeppni NBA um þessar mundir. Lakers-liðið mætir Denver í úrslitum Vesturdeildar og Cleveland mætir Orlando í úrslitum Austurdeildar. Flestir hallast að því að það verði LA Lakers og Cleveland sem leiki til úrslita og þar fengi fólk að sjá James og Bryant leiða saman hesta sína á stóra sviðinu. Jerry West er ekki í nokkrum vafa um að James sé orðinn besti leikmaður deildarinnar. James er óstöðvandi "Ég horfi á þetta Cleveland-lið og velti fyrir mér hve marga leiki það myndi vinna ef James væri ekki til staðar. Hann er stórkostlegur leikmaður og á góða möguleika á að verða sá besti í sögunni," sagði West og bar hann saman við Michael Jordan. "Jordan var besti varnarmaður deildarinnar og líka besti sóknarmaður deildarinnar. Það sýndi hann ár eftir ár. LeBron James mun gera það sama og hann er að bæta sig. Hann er farinn að hitta betur fyrir utan og þegar hann gerir það - er einfaldlega ekki hægt að stöðva hann," sagði West og hélt áfram; "Hann er of stór, of sterkur og of fljótur til að hægt sé að eiga við hann. Svo er hann líka frábær liðsfélagi. Félagar hans elska að spila með honum. LeBron James getur spilað fjórar stöður á vellinum og ég held að ég hafi aldrei séð meiri íþróttamann á körfuboltavelli," sagði West.Kobe tekur síðasta skotiðJerry West fékk Bryant til Los Angeles á sínum tímaNordicPhotos/GettyImagesWest hefur miklar mætur á James en hann er ekki búinn að gleyma fyrrum skjólstæðingi sínum Kobe Bryant."Ef ég ætti að velja mér einn mann til að taka síðasta skotið fyrir mig - væri það Kobe Bryant.Það er kannski erfitt fyrir mig að vera hlutlaus því það var ég sem fékk hann til Los Angeles, en ég er samt á því að James sé kominn fram úr Bryant sem leikmaður," sagði West.Fyrsti leikurinn í undanúrslitum NBA deildarinnar er á dagskrá í kvöld klukkan eitt. Þar mætast LA Lakers og Denver Nuggets í fyrsta leik í Los Angeles og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport líkt og allir leikirnir í undanúrslitunum.Annað kvöld hefst svo einvígi Cleveland og Orlando klukkan 0:30. NBA Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, getur orðið besti leikmaður allra tíma. Þetta segir goðsögnin Jerry West sem áður lék með LA Lakers. West er ekki fyrsti maðurinn sem lætur þessi orð út úr sér, en þau eru áhugaverð í ljósi þess að West var áður leikmaður og síðar framkvæmdastjóri LA Lakers. Hann er maðurinn sem fékk Kobe Bryant til LA Lakers á sínum tíma. Bryant hefur almennt verið álitinn besti leikmaður deildarinnar undanfarin ár, en West segir að LeBron James sé búinn að taka við þeim titli. Cleveland og LA Lakers standa í ströngu í úrslitakeppni NBA um þessar mundir. Lakers-liðið mætir Denver í úrslitum Vesturdeildar og Cleveland mætir Orlando í úrslitum Austurdeildar. Flestir hallast að því að það verði LA Lakers og Cleveland sem leiki til úrslita og þar fengi fólk að sjá James og Bryant leiða saman hesta sína á stóra sviðinu. Jerry West er ekki í nokkrum vafa um að James sé orðinn besti leikmaður deildarinnar. James er óstöðvandi "Ég horfi á þetta Cleveland-lið og velti fyrir mér hve marga leiki það myndi vinna ef James væri ekki til staðar. Hann er stórkostlegur leikmaður og á góða möguleika á að verða sá besti í sögunni," sagði West og bar hann saman við Michael Jordan. "Jordan var besti varnarmaður deildarinnar og líka besti sóknarmaður deildarinnar. Það sýndi hann ár eftir ár. LeBron James mun gera það sama og hann er að bæta sig. Hann er farinn að hitta betur fyrir utan og þegar hann gerir það - er einfaldlega ekki hægt að stöðva hann," sagði West og hélt áfram; "Hann er of stór, of sterkur og of fljótur til að hægt sé að eiga við hann. Svo er hann líka frábær liðsfélagi. Félagar hans elska að spila með honum. LeBron James getur spilað fjórar stöður á vellinum og ég held að ég hafi aldrei séð meiri íþróttamann á körfuboltavelli," sagði West.Kobe tekur síðasta skotiðJerry West fékk Bryant til Los Angeles á sínum tímaNordicPhotos/GettyImagesWest hefur miklar mætur á James en hann er ekki búinn að gleyma fyrrum skjólstæðingi sínum Kobe Bryant."Ef ég ætti að velja mér einn mann til að taka síðasta skotið fyrir mig - væri það Kobe Bryant.Það er kannski erfitt fyrir mig að vera hlutlaus því það var ég sem fékk hann til Los Angeles, en ég er samt á því að James sé kominn fram úr Bryant sem leikmaður," sagði West.Fyrsti leikurinn í undanúrslitum NBA deildarinnar er á dagskrá í kvöld klukkan eitt. Þar mætast LA Lakers og Denver Nuggets í fyrsta leik í Los Angeles og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport líkt og allir leikirnir í undanúrslitunum.Annað kvöld hefst svo einvígi Cleveland og Orlando klukkan 0:30.
NBA Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira