Minnisblöð embættismanna Jóhanna Gunnlaugsdóttir skrifar 25. mars 2009 05:30 Í starfi mínu sem ráðgjafi á sviði skjalastjórnar hef ég orðið þess vör að forstöðumenn opinberra stofnana eiga stundum erfitt með að greina á milli hvort skjöl, sem orðið hafa til í starfi þeirra, séu eign stofnunar eða þeirra sjálfra. Fréttablaðið skýrir frá athyglisverðu dæmi um slíkt vafaatriði. Í Kastljósi Sjónvarpsins 24. febrúar sl. nefndi Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, að við tiltekt á skrifborði sínu hefði hann fundið minnisblað sem hann ritaði í júní sl. eftir samtal við Geir H. Haarde. Í sjónvarpsviðtalinu upplýsti Davíð að hann hefði varað forsætisráðherrann þáverandi við yfirvofandi hruni íslenska bankakerfisins þótt Geir reki ekki minni til þeirrar viðvörunar. Fréttablaðið greinir síðan frá því 20. mars sl. að Seðlabanki Íslands hefði hafnað ósk blaðsins um afrit af minnisblaðinu með þeim rökstuðningi að þar hefði verið um að ræða „persónulegt minnisblað formanns bankastjórnar" sem væri „í vörslu hans sjálfs". Nú er mér ekki kunnugt um orðalag minnisblaðsins. Efni þess var þó augljóslega ekki minnisatriði um matarinnkaup á heimleið úr bankanum. Minnisblaðinu er heldur ekki lýst sem persónulegum hugleiðingum sem vöknuðu eftir samtalið. Í slíkum tilvikum væri minnisblaðið persónubundið og snerti á engan hátt starfsemi Seðlabankans. Nei, minnisblaðið á að hafa tengst viðvörunum nefndum í samtali þeirra tveggja varðandi yfirvofandi hrun bankakerfisins. Efni minnisblaðsins varðar þannig grundvallarþátt í starfsemi Seðlabankans, þann að „stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi". Slíkt skjal getur skipt miklu máli við að skýra síðar hvernig og hvort bankinn bæði varaði og brást við yfirvofandi hættu á því að fjármálakerfinu væri ógnað. Skjal um slíkt efni er án mikils efa hluti af skjalasafni Seðlabankans og hefði átt að vistast með trúnaðarskjölum bankans þegar í júní. Efni skjalsins er svo viðkvæmt að skjalið mátti alls ekki liggja á glámbekk þannig að það gæti komið fyrir augu óviðkomandi við tiltekt á skrifstofu formanns bankastjórnar. Minnisblöð hafa því meira gildi sem sönnun þeim mun styttra sem líður frá þeim atburðum sem þau lýsa. Góð verklagsregla hefði því verið að skrá tilvist skjalsins í rafrænt skjalastjórnarkerfi bankans strax í framhaldi af samningu þess og þá með takmarkaðan aðgang í huga m.t.t. mikilvægi þess. Skrásetning skjalsins löngu síðar kann að vekja upp efasemdir um hvort skjalið sé síðari tíma tilbúningur til varnar í umræðu um þá atburðarrás sem síðar varð. Af þeim sökum er samtímaskráning svo mikilvæg. Hér skal ekki véfengt að skjalið hafi orðið til í júní. Hefði beiðni Fréttablaðsins um afrit af skjalinu á grundvelli Upplýsingalaga borist þá hefði Seðlabankinn réttilega átt að hafna beiðninni. Þar kemur til skoðunar 4. tl. 6. gr. laganna sem vísar til atriða sem ná ekki tilætluðum árangri séu þau á almannavitorði. Hefði almenningur trúað að hrun bankakerfisins væri yfirvofandi hefði fólk brugðist við, tekið innistæður sínar út úr bönkum og þar með valdið hruni kerfisins. Nú er skaðinn hins vegar skeður. Bankakerfið fellur ekki að nýju þótt skjalið sé birt. Seðlabankinn virðist þess vegna ekki hafa efnisleg rök fyrir því að neita að afhenda afrit af skjali sem á að vera til í skjalasafni bankans og varðar mikilvægan sögulegan þátt í embættisfærslu hans. Höfundur er prófessor við HÍ með upplýsinga- og skjalastjórn sem sérsvið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Í starfi mínu sem ráðgjafi á sviði skjalastjórnar hef ég orðið þess vör að forstöðumenn opinberra stofnana eiga stundum erfitt með að greina á milli hvort skjöl, sem orðið hafa til í starfi þeirra, séu eign stofnunar eða þeirra sjálfra. Fréttablaðið skýrir frá athyglisverðu dæmi um slíkt vafaatriði. Í Kastljósi Sjónvarpsins 24. febrúar sl. nefndi Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, að við tiltekt á skrifborði sínu hefði hann fundið minnisblað sem hann ritaði í júní sl. eftir samtal við Geir H. Haarde. Í sjónvarpsviðtalinu upplýsti Davíð að hann hefði varað forsætisráðherrann þáverandi við yfirvofandi hruni íslenska bankakerfisins þótt Geir reki ekki minni til þeirrar viðvörunar. Fréttablaðið greinir síðan frá því 20. mars sl. að Seðlabanki Íslands hefði hafnað ósk blaðsins um afrit af minnisblaðinu með þeim rökstuðningi að þar hefði verið um að ræða „persónulegt minnisblað formanns bankastjórnar" sem væri „í vörslu hans sjálfs". Nú er mér ekki kunnugt um orðalag minnisblaðsins. Efni þess var þó augljóslega ekki minnisatriði um matarinnkaup á heimleið úr bankanum. Minnisblaðinu er heldur ekki lýst sem persónulegum hugleiðingum sem vöknuðu eftir samtalið. Í slíkum tilvikum væri minnisblaðið persónubundið og snerti á engan hátt starfsemi Seðlabankans. Nei, minnisblaðið á að hafa tengst viðvörunum nefndum í samtali þeirra tveggja varðandi yfirvofandi hrun bankakerfisins. Efni minnisblaðsins varðar þannig grundvallarþátt í starfsemi Seðlabankans, þann að „stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi". Slíkt skjal getur skipt miklu máli við að skýra síðar hvernig og hvort bankinn bæði varaði og brást við yfirvofandi hættu á því að fjármálakerfinu væri ógnað. Skjal um slíkt efni er án mikils efa hluti af skjalasafni Seðlabankans og hefði átt að vistast með trúnaðarskjölum bankans þegar í júní. Efni skjalsins er svo viðkvæmt að skjalið mátti alls ekki liggja á glámbekk þannig að það gæti komið fyrir augu óviðkomandi við tiltekt á skrifstofu formanns bankastjórnar. Minnisblöð hafa því meira gildi sem sönnun þeim mun styttra sem líður frá þeim atburðum sem þau lýsa. Góð verklagsregla hefði því verið að skrá tilvist skjalsins í rafrænt skjalastjórnarkerfi bankans strax í framhaldi af samningu þess og þá með takmarkaðan aðgang í huga m.t.t. mikilvægi þess. Skrásetning skjalsins löngu síðar kann að vekja upp efasemdir um hvort skjalið sé síðari tíma tilbúningur til varnar í umræðu um þá atburðarrás sem síðar varð. Af þeim sökum er samtímaskráning svo mikilvæg. Hér skal ekki véfengt að skjalið hafi orðið til í júní. Hefði beiðni Fréttablaðsins um afrit af skjalinu á grundvelli Upplýsingalaga borist þá hefði Seðlabankinn réttilega átt að hafna beiðninni. Þar kemur til skoðunar 4. tl. 6. gr. laganna sem vísar til atriða sem ná ekki tilætluðum árangri séu þau á almannavitorði. Hefði almenningur trúað að hrun bankakerfisins væri yfirvofandi hefði fólk brugðist við, tekið innistæður sínar út úr bönkum og þar með valdið hruni kerfisins. Nú er skaðinn hins vegar skeður. Bankakerfið fellur ekki að nýju þótt skjalið sé birt. Seðlabankinn virðist þess vegna ekki hafa efnisleg rök fyrir því að neita að afhenda afrit af skjali sem á að vera til í skjalasafni bankans og varðar mikilvægan sögulegan þátt í embættisfærslu hans. Höfundur er prófessor við HÍ með upplýsinga- og skjalastjórn sem sérsvið.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun