Viðskipti innlent

Ný stjórn Icelandair kjörinn

Ný fimm manna stjórn Icelandair Group var kjörin á hluthafafundi félagsins fyrr í dag.

Sigurður Helgason fyrrverandi forstjóri Flugleiða er einn þeirra sem var kjörinn en búist er við því að hann verði formaður stjórnarinnar.

Skilanefndir gömlu bankanna og ríkisbankarnir fara með um áttatíu prósent af eignarhaldi í félaginu. Fyrir fundinum liggja svo lagabreytingartillögur sem fela í sér að skuldum verði breytt í hlutafé þannig að eignarhlutir minni hluthafa þurrkast nánast út.

Það má því búast hart verði tekist á á fundinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×