Viðskipti innlent

Markaðurinn verðmetur HB Granda á 32 milljarða

Markaðurinn verðmetur sjávarútvegsfyrirtækið HB Granda á 32 milljarða kr. ef mið er tekið af viðskiptum með hlutina í kauphöllinni í dag.

Hlutir í HB Granda hækkuðu um 40% í kauphöllinni í dag og eru töluverð viðskipti á bakvið þessa hækkun eða samtals 14 milljónir kr.

Í hálfsársuppgjöri HB Granda í ár kom fram að eigið fé fyrirtækisins nam 125,9 milljónum evra eða um 23 milljörðum kr. í lok júní s.l. Verðmat markaðarins í dag m.v. fyrrgreinda hækkun á hlutaféinu er því 40% hærra eða rúmlega 32 milljarðar kr.

Samkvæmt fyrrgreindu uppgjöri er eiginfjárhlutfall HB Granda mjög hátt eða 44,1% og hafði hækkað úr 41,3% frá lokum ársins 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×