Íslendingar nota nú kort meira erlendis en útlendir hérlendis 16. nóvember 2009 11:53 Dregið hefur umtalsvert úr úttektum erlendra debet- og kreditkorta hérlendis síðan sú úttekt náði hámarki í tæplega 8,7 milljörðum kr. í toppi ferðamannastraumsins í ágúst síðastliðinn. Í október nam þessi úttekt 3,3 milljörðum kr.Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að í ágúst voru úttektir á erlend kort hér á landi 3,8 milljörðum kr meiri en úttektir á innlend kort erlendis. Nú hefur þetta snúist við og var úttektin á erlendu kortunum hér á landi 1,9 milljörðum kr. minni en úttektir á innlend kort erlendis í október.Segir þetta talsvert til um þá árstíðarsveiflu sem er í hreinum gjaldeyrisstraumum til og frá landinu vegna ferðamennsku og í leiðinni þann árstíðarbundna þrýsting sem kann að myndast á gengi krónunnar að þeim sökum innan þess haftafyrirkomulags sem nú er við lýði á gjaldeyrismarkaði.Sem hlutfall af heildarkreditkortaveltu þá hefur erlend kreditkortavelta verið að vaxa undanfarna mánuði. Var hlutfall þetta 19% núna í október og hefur ekki verið hærra síðan í júní 2008. Lægst fór þetta hlutfall í 11% í janúar síðastliðnum. Er þetta áhugavert í ljósi þess að krónan var ríflega 9% veikari í október síðastliðnum en í janúar.Ástæðan kann hins vegar að vera sú að gengisáhrif lækkunar krónunnar á síðasta ári eru nú að stórum hluta komin fram í innlendu verðlagi sem hefur jafnað þann verðmun sem í janúar hafði skapast á erlendum varningi í innlendum búðum og erlendum.Því tímabundna ástandi sem var í kjölfar gengishrunsins þegar erlendar vörur voru hér nánast á útsölu sökum þess hvað stutt var frá gengishruninu og lagerar voru hér á gömlu gengi virðist nú vera að ljúka. Afleiðingin er sú að kortavelta er að færast út fyrir landsteinana aftur. Greiningin segir að sterk fylgni sé milli raunbreytinga á kreditkortaveltu að viðbættri innlendri debetkortaveltu annars vegar, og einkaneyslu hins vegar. Samdráttur kortaveltu þannig mælt var tæplega 14% að raungildi á síðustu þrem mánuðum að meðaltali miðað við sama tíma í fyrra. Er það minnsti samdráttur milli ára á þriggja mánaða tímabili frá ágúst-október í fyrra.Bendir þetta til þess að samdráttur einkaneyslu kunni sömuleiðis að vera að minnka. Einföld spájafna gefur þannig til kynna að einkaneyslan hafi dregist saman um 13-15% á umræddu tímabili, en á fyrri helmingi ársins nam samdrátturinn á milli ára 20% að meðaltali. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Dregið hefur umtalsvert úr úttektum erlendra debet- og kreditkorta hérlendis síðan sú úttekt náði hámarki í tæplega 8,7 milljörðum kr. í toppi ferðamannastraumsins í ágúst síðastliðinn. Í október nam þessi úttekt 3,3 milljörðum kr.Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að í ágúst voru úttektir á erlend kort hér á landi 3,8 milljörðum kr meiri en úttektir á innlend kort erlendis. Nú hefur þetta snúist við og var úttektin á erlendu kortunum hér á landi 1,9 milljörðum kr. minni en úttektir á innlend kort erlendis í október.Segir þetta talsvert til um þá árstíðarsveiflu sem er í hreinum gjaldeyrisstraumum til og frá landinu vegna ferðamennsku og í leiðinni þann árstíðarbundna þrýsting sem kann að myndast á gengi krónunnar að þeim sökum innan þess haftafyrirkomulags sem nú er við lýði á gjaldeyrismarkaði.Sem hlutfall af heildarkreditkortaveltu þá hefur erlend kreditkortavelta verið að vaxa undanfarna mánuði. Var hlutfall þetta 19% núna í október og hefur ekki verið hærra síðan í júní 2008. Lægst fór þetta hlutfall í 11% í janúar síðastliðnum. Er þetta áhugavert í ljósi þess að krónan var ríflega 9% veikari í október síðastliðnum en í janúar.Ástæðan kann hins vegar að vera sú að gengisáhrif lækkunar krónunnar á síðasta ári eru nú að stórum hluta komin fram í innlendu verðlagi sem hefur jafnað þann verðmun sem í janúar hafði skapast á erlendum varningi í innlendum búðum og erlendum.Því tímabundna ástandi sem var í kjölfar gengishrunsins þegar erlendar vörur voru hér nánast á útsölu sökum þess hvað stutt var frá gengishruninu og lagerar voru hér á gömlu gengi virðist nú vera að ljúka. Afleiðingin er sú að kortavelta er að færast út fyrir landsteinana aftur. Greiningin segir að sterk fylgni sé milli raunbreytinga á kreditkortaveltu að viðbættri innlendri debetkortaveltu annars vegar, og einkaneyslu hins vegar. Samdráttur kortaveltu þannig mælt var tæplega 14% að raungildi á síðustu þrem mánuðum að meðaltali miðað við sama tíma í fyrra. Er það minnsti samdráttur milli ára á þriggja mánaða tímabili frá ágúst-október í fyrra.Bendir þetta til þess að samdráttur einkaneyslu kunni sömuleiðis að vera að minnka. Einföld spájafna gefur þannig til kynna að einkaneyslan hafi dregist saman um 13-15% á umræddu tímabili, en á fyrri helmingi ársins nam samdrátturinn á milli ára 20% að meðaltali.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira