Viðskipti innlent

Mikið atvinnuleysi í Bandaríkjunum

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið meira í mars í um 26 ár. Fréttablaðið/AP
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið meira í mars í um 26 ár. Fréttablaðið/AP

Atvinnuleysi mældist 8,5 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, samkvæmt tölum bandarísku vinnumálastofnunarinnar, sem birtar voru í gær. Þetta er í samræmi við spár.

Til samanburðar mældist atvinnuleysi hér 8,2 prósent í febrúar.

Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem atvinnuleysi eykst vestanhafs og getur aukið líkurnar á því frekar dragi úr einkaneyslu, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar.

Tölurnar jafngilda því að 5,1 milljón Bandaríkjamanna hafi verið án atvinnu í mars en fjöldinn hefur ekki verið meiri í um 26 ár, eða frá 1983 þegar Bandaríkin voru að koma upp úr niðursveifluskeiði. Þá fór atvinnuleysið hæst í ellefu prósent. Haft hefur verið eftir Ben Bernanke, bankastjóra bandaríska seðlabankans, að í versta falli geti atvinnuleysi farið í svipaðar hæðir nú og þá.

Bloomberg segir þróun mála geta gert Barack Obama forseta erfitt fyrir en hann hefur lagt áherslu á að hið opinbera grípi til aðgerða til að fjölga störfum og koma hjólum efnahagslífsins í gang á ný. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×