Viðskipti innlent

FME kannar hvort Magnús og stjórnendur Straums hafi brotið lög

Magnús Þorsteinsson.
Magnús Þorsteinsson.

Fjármálaeftirlitið ætlar að kanna hvort Magnús Þorsteinssson og stjórnendur Straums Burðaráss hafi brotið lög um verðbréfaviskipti þegar bankinn lánaði Magnúsi tæplega einn milljarð króna til að kaupa á hlut í Icelandic Group. Magnús viðurkenndi meint brot þegar hann bar vitni fyrir Héraðsdómi Norðurlands í síðustu viku.

Aðalmeðferð í skuldamáli þrotabús Straums Burðarás gegn Magnúsi Þorsteinssyni fór fram í Héraðsdómi Norðurlands í síðustu viku.

Bankinn lánaði fjárfestingafélagi Magnúsar 930 milljónir króna árið 2005 til að kaupa fimm prósenta hlut í Icelandic Group. Magnús, sem var úrskurðaður gjaldþrota í maí, skrifaði upp á sjálfskuldarábyrgð vegna lánsins í fyrra.

Í frétt Ríkissjónvarpsins í síðustu viku kom fram að Magnús hafi fyrir dómi sagt að hann hafi skrifað upp á ábyrgðina af greiðasemi við eiganda bankans, sem þá var Björgólfur Thor Björgólfsson. Með ábyrgðinni hafi bankinn komið sér undan yfirtökuskyldu á Icelandic Group.

Þetta kann að vera brot á lögum um verðbréfaviðskipi og ætlar fjármálaeftirlitið að skoða málið.

Georg Andersen, forstöðumaður samskiptasviðs Straums Burðaráss, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að málið sé í skoðun innan bankans en hann vildi ekki tjá sig frekar að svo stöddu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×