Mistök að kaupa Dash 8 Jón Jónsson skrifar 15. ágúst 2009 06:00 Ég vil byrja bréf þetta á að samhryggjast starfsfólki Landhelgisgæslunnar og íslensku þjóðinni með hina nýju Dash-8 flugvél sem þeir fengu afhenta á dögunum. Það eru nokkur ár síðan gengið var frá kaupum á téðri flugvél, að minnsta kosti virtist þá vera allt í þessu fína í fjármálum ríkisins. En þvílíkt metnaðarleysi og gamaldags afturhaldsstefna að kaupa svona flugvél! Við hefðum til dæmis getað keypt 8 stykki Fokker-50 frá Japan eða Filippseyjum fyrir 4 milljarðana! Okkur vantaði hins vegar bara eina flugvél, svo að það hefði verið hægt að spara allt að 3 milljarða hefði Fokker-50 leiðin verið farin. Til að gæta allrar sanngirni skal tekið fram að Fokker-50 hefur ekki verið framleidd síðustu 10 ár svo að ég er að tala um notaða F-50. Fokker-50 er mun öflugri og sterkari flugvél en Dash-8. Dash 8 þarf hins vegar styttri flugbrautir en Fokker-50 en hvaða máli skiptir það fyrir Landhelgisgæsluna? Þeir aðilar sem telja sig hafa sérfræðiþekkingu á þessu máli og ég hef talað við afsaka þessi Dash-8 kaup á því að Dash-8 vélin sé ríkulega búin ýmiskonar tækjum, til dæmis radar, nætursjónaukum og fl. ofl. Það má rétt vera en það kemur Dash-8 eða F-50 bara ekkert við. Þessi góðu tæki má setja nánast í hvaða flugvél sem er og hefur ekkert með tegund að gera. Síðan er rétt að geta þess að Dash-8 er allt of lítil flugvél fyrir Landhelgisgæslu. Þá hefur hún T-stél sem meðal annars skapar hættu að lendi vélin í „stall“. Þá eru miklar líkur á að flugmennirnir nái ekki aftur stjórn á Dash-8 við slíkar aðstæður. En aftur að metnaðarleysinu. Landhelgisgæslan hefur nú yfir að ráða 2 stórum Puma þyrlum og einni minni Dauphin þyrlu. Eftir að NATO herinn hvarf héðan með sín öflugu tól þá hefur björgunarþjónusta við sjómenn verið meira og minna í uppnámi! Það sem við þurfum hér er tankflugvél sem getur gefið þyrlum eldsneyti á flugi. Við erum NATO-þjóð og hefði ekki til dæmis verið hægt að gera samning við til dæmis Bandaríkjamenn um leigu eða kaup á tankflugvél og öflugri þyrlum? Það er skömm af því að við setjum sjófarendur í aftasta sæti þegar kemur að öryggismálum. Mér finnst að við ættum að selja þessa Dash-8 flugvél til vanþróaðra landa og kaupa til bráðabirgða notaða Fokker-50 þangað til fjárhagur okkar skánar og setja það sem framtíðarmarkmið að sem fyrst verði keypt eða leigð hingað alvöru tankflugvél og útbúnaður til eldsneytistöku á flugi verði settur á Puma þyrlurnar eða keyptar þyrlur með slíkum búnaði. Við höfum ekki her á Íslandi og þurfum þar að leiðandi ekki að setja krónu í hernað, þannig að við ættum alveg að hafa efni á að eiga lámarks alvöru björgunartæki. Mér þætti vænt um að forstjóri Landhelgisgæslunnar svaraði þessu bréfi á síðum Fréttablaðsins og segði skoðun síða á þessum athugasemdum og segði okkur hver væri hans óskastaða í þessum málum burtséð frá kostnaði. Höfundur er fyrrverandi vagnstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég vil byrja bréf þetta á að samhryggjast starfsfólki Landhelgisgæslunnar og íslensku þjóðinni með hina nýju Dash-8 flugvél sem þeir fengu afhenta á dögunum. Það eru nokkur ár síðan gengið var frá kaupum á téðri flugvél, að minnsta kosti virtist þá vera allt í þessu fína í fjármálum ríkisins. En þvílíkt metnaðarleysi og gamaldags afturhaldsstefna að kaupa svona flugvél! Við hefðum til dæmis getað keypt 8 stykki Fokker-50 frá Japan eða Filippseyjum fyrir 4 milljarðana! Okkur vantaði hins vegar bara eina flugvél, svo að það hefði verið hægt að spara allt að 3 milljarða hefði Fokker-50 leiðin verið farin. Til að gæta allrar sanngirni skal tekið fram að Fokker-50 hefur ekki verið framleidd síðustu 10 ár svo að ég er að tala um notaða F-50. Fokker-50 er mun öflugri og sterkari flugvél en Dash-8. Dash 8 þarf hins vegar styttri flugbrautir en Fokker-50 en hvaða máli skiptir það fyrir Landhelgisgæsluna? Þeir aðilar sem telja sig hafa sérfræðiþekkingu á þessu máli og ég hef talað við afsaka þessi Dash-8 kaup á því að Dash-8 vélin sé ríkulega búin ýmiskonar tækjum, til dæmis radar, nætursjónaukum og fl. ofl. Það má rétt vera en það kemur Dash-8 eða F-50 bara ekkert við. Þessi góðu tæki má setja nánast í hvaða flugvél sem er og hefur ekkert með tegund að gera. Síðan er rétt að geta þess að Dash-8 er allt of lítil flugvél fyrir Landhelgisgæslu. Þá hefur hún T-stél sem meðal annars skapar hættu að lendi vélin í „stall“. Þá eru miklar líkur á að flugmennirnir nái ekki aftur stjórn á Dash-8 við slíkar aðstæður. En aftur að metnaðarleysinu. Landhelgisgæslan hefur nú yfir að ráða 2 stórum Puma þyrlum og einni minni Dauphin þyrlu. Eftir að NATO herinn hvarf héðan með sín öflugu tól þá hefur björgunarþjónusta við sjómenn verið meira og minna í uppnámi! Það sem við þurfum hér er tankflugvél sem getur gefið þyrlum eldsneyti á flugi. Við erum NATO-þjóð og hefði ekki til dæmis verið hægt að gera samning við til dæmis Bandaríkjamenn um leigu eða kaup á tankflugvél og öflugri þyrlum? Það er skömm af því að við setjum sjófarendur í aftasta sæti þegar kemur að öryggismálum. Mér finnst að við ættum að selja þessa Dash-8 flugvél til vanþróaðra landa og kaupa til bráðabirgða notaða Fokker-50 þangað til fjárhagur okkar skánar og setja það sem framtíðarmarkmið að sem fyrst verði keypt eða leigð hingað alvöru tankflugvél og útbúnaður til eldsneytistöku á flugi verði settur á Puma þyrlurnar eða keyptar þyrlur með slíkum búnaði. Við höfum ekki her á Íslandi og þurfum þar að leiðandi ekki að setja krónu í hernað, þannig að við ættum alveg að hafa efni á að eiga lámarks alvöru björgunartæki. Mér þætti vænt um að forstjóri Landhelgisgæslunnar svaraði þessu bréfi á síðum Fréttablaðsins og segði skoðun síða á þessum athugasemdum og segði okkur hver væri hans óskastaða í þessum málum burtséð frá kostnaði. Höfundur er fyrrverandi vagnstjóri.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar