Ríkissjóður: 118 milljarða viðsnúningur til hins verra 27. ágúst 2009 14:07 Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 2009 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um 91 milljarða kr., sem er 118,1 milljarða kr. lakari útkoma en á sama tíma í fyrra. Tekjur reyndust 37,4 milljarða kr. minni en í fyrra meðan gjöldin jukust um 71,6 milljarða kr. Í frétt um málið frá fjármálaráðuneytinu segir að innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrstu sjö mánuðum ársins voru tæplega 227 milljarðar kr. sem er um 37 milljarða kr. minni tekjur en á sama tíma árið 2008. Áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir að innheimtar tekjur yrðu tæplega 247 milljarðar kr. og er frávikið því 20 milljarðar kr. Munar mest um lægri skatta á vöru og þjónustu en gert var ráð fyrir í áætluninni. Skatttekjur og tryggingagjöld námu tæplega 197 milljörðum kr. sem endurspeglar 18,2% samdrátt að nafnvirði eða 30,6% að raunvirði miðað við hækkun almenns verðlags. Samdrátturinn milli ára jókst að raunvirði frá síðasta mánuði og er 31,1% þegar horft er til 4 mánaða meðaltals. Þá jukust aðrar rekstrartekjur ríkissjóðs umtalsvert frá sama tíma árið 2008 en þær voru nú tæplega 29 milljarða kr. sem endurspeglar 37,7% hækkun að nafnvirði. Í áætlun fjárlaga var gert ráð fyrir tæpum 21 milljarða kr. og er frávikið því 8 milljarða kr. en þar skýra auknar vaxtatekjur meginmuninn. Greidd gjöld nema 308,6 milljörðum kr. og hækka um 71,6 milljarða kr. frá fyrra ári, eða um 31%. Milli ára hækka útgjöld mest til almannatrygginga og velferðarmála um 28,6 milljarða kr. sem skýrist að mestu með 13,5 milljarða kr. hækkun útgjalda Atvinnuleysistryggingasjóðs á milli ára, 8,3 milljarða kr. hækkun á vaxtabótum, 3,5 milljarða kr. hækkun á barnabótum og 1,1 milljarða kr. hækkun á bótum samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Útgjöld til almennrar opinberrar þjónustu hækkuðu um 23,9 milljarða kr., þar sem vaxtagreiðslur ríkissjóðs skýra 22,4 milljarða kr. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 7,6 milljarða kr. milli ára þar sem útgjöld til sjúkratrygginga skýra 5,8 milljarða kr. og útgjöld til Landspítala aukast um 890 milljónir kr. Útgjöld til menntamála aukast um 2,7 milljarða kr. þar sem útgjöld til Lánasjóðs íslenskra námsmanna aukast um 1,1 milljarð kr. milli ára og útgjöld til framhaldsskóla um 1,6 milljarða kr. Útgjöld til efnahags- og atvinnumála aukast um 2,7 milljarða kr. og skýra framkvæmdir Vegagerðarinnar um 609 milljónir kr. og Hafnarbótasjóður 950 milljónir kr. Þá aukast útgjöld til Ábyrgðasjóðs launa um 572 milljónir kr. á milli ára. Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 2009 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um 91 milljarða kr., sem er 118,1 milljarða kr. lakari útkoma en á sama tíma í fyrra. Tekjur reyndust 37,4 milljarða kr. minni en í fyrra meðan gjöldin jukust um 71,6 milljarða kr. Í frétt um málið frá fjármálaráðuneytinu segir að innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrstu sjö mánuðum ársins voru tæplega 227 milljarðar kr. sem er um 37 milljarða kr. minni tekjur en á sama tíma árið 2008. Áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir að innheimtar tekjur yrðu tæplega 247 milljarðar kr. og er frávikið því 20 milljarðar kr. Munar mest um lægri skatta á vöru og þjónustu en gert var ráð fyrir í áætluninni. Skatttekjur og tryggingagjöld námu tæplega 197 milljörðum kr. sem endurspeglar 18,2% samdrátt að nafnvirði eða 30,6% að raunvirði miðað við hækkun almenns verðlags. Samdrátturinn milli ára jókst að raunvirði frá síðasta mánuði og er 31,1% þegar horft er til 4 mánaða meðaltals. Þá jukust aðrar rekstrartekjur ríkissjóðs umtalsvert frá sama tíma árið 2008 en þær voru nú tæplega 29 milljarða kr. sem endurspeglar 37,7% hækkun að nafnvirði. Í áætlun fjárlaga var gert ráð fyrir tæpum 21 milljarða kr. og er frávikið því 8 milljarða kr. en þar skýra auknar vaxtatekjur meginmuninn. Greidd gjöld nema 308,6 milljörðum kr. og hækka um 71,6 milljarða kr. frá fyrra ári, eða um 31%. Milli ára hækka útgjöld mest til almannatrygginga og velferðarmála um 28,6 milljarða kr. sem skýrist að mestu með 13,5 milljarða kr. hækkun útgjalda Atvinnuleysistryggingasjóðs á milli ára, 8,3 milljarða kr. hækkun á vaxtabótum, 3,5 milljarða kr. hækkun á barnabótum og 1,1 milljarða kr. hækkun á bótum samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Útgjöld til almennrar opinberrar þjónustu hækkuðu um 23,9 milljarða kr., þar sem vaxtagreiðslur ríkissjóðs skýra 22,4 milljarða kr. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 7,6 milljarða kr. milli ára þar sem útgjöld til sjúkratrygginga skýra 5,8 milljarða kr. og útgjöld til Landspítala aukast um 890 milljónir kr. Útgjöld til menntamála aukast um 2,7 milljarða kr. þar sem útgjöld til Lánasjóðs íslenskra námsmanna aukast um 1,1 milljarð kr. milli ára og útgjöld til framhaldsskóla um 1,6 milljarða kr. Útgjöld til efnahags- og atvinnumála aukast um 2,7 milljarða kr. og skýra framkvæmdir Vegagerðarinnar um 609 milljónir kr. og Hafnarbótasjóður 950 milljónir kr. Þá aukast útgjöld til Ábyrgðasjóðs launa um 572 milljónir kr. á milli ára.
Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira