McLaren og Ferrari ná sáttum 3. febrúar 2009 10:39 McLaren og Ferrari hyggjast berjast í brautinni en vinna saman utan hennar að vexti Formúlu 1. mynd: kappakstur.is Njónsamálið á milli McLaren og Ferrari var mikið í umræðunni árið 2007 og logaði allt í deilum á milli liðanna. En á táknrænan hátt hafa liðin sem hvað harðast deildu og kepptu náð sáttum. Það var staðfest á táknrænan hátt þegar McLaren bauð Luca Colajanni í höfuðstöðvar McLaren liðsins í Woking í Surrey í Englandi. Hann er blaðafulltrúi Ferrari. "Það var óneitanlega skrítinn tilfinning að vera í húsakynnum McLaren", sagði Coljanni, sem er eins rauður Ferrari maður og hugsast getur. En boðið er tímanna tákn og vitnar til um að Formúlu 1 lið hyggjast vinna saman að uppgangi íþróttarinnar næstu árin. Segja má að efnahagskreppann hafi þétt ósamstæðan hóp saman og forráðamenn Formúlu 1 liða hafa stofnað sérstök hagsmunasamtök sem kallast FOTA. "Við sofum ekki á verðnum og munum sækja fram veginn. Við munum vinna saman að vexti Formúlu 1, koma með tillögur að nýjungum til að bæta íþróttina fyrir áhorfendur, gera hana umhverfisvænni og betri sem sjónvarpsefni", sagði Ron Dennis hjá McLaren. FIA birtir á næstunni ítarlega skoðanakönnun um það hvað áhorfendum finnst að betur megi fara varðandi mótshald og sjónvarpsmál. FOTA mun taka mið af þeirri niðurstöðu í gerð tillagna ásamt FIA: Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Njónsamálið á milli McLaren og Ferrari var mikið í umræðunni árið 2007 og logaði allt í deilum á milli liðanna. En á táknrænan hátt hafa liðin sem hvað harðast deildu og kepptu náð sáttum. Það var staðfest á táknrænan hátt þegar McLaren bauð Luca Colajanni í höfuðstöðvar McLaren liðsins í Woking í Surrey í Englandi. Hann er blaðafulltrúi Ferrari. "Það var óneitanlega skrítinn tilfinning að vera í húsakynnum McLaren", sagði Coljanni, sem er eins rauður Ferrari maður og hugsast getur. En boðið er tímanna tákn og vitnar til um að Formúlu 1 lið hyggjast vinna saman að uppgangi íþróttarinnar næstu árin. Segja má að efnahagskreppann hafi þétt ósamstæðan hóp saman og forráðamenn Formúlu 1 liða hafa stofnað sérstök hagsmunasamtök sem kallast FOTA. "Við sofum ekki á verðnum og munum sækja fram veginn. Við munum vinna saman að vexti Formúlu 1, koma með tillögur að nýjungum til að bæta íþróttina fyrir áhorfendur, gera hana umhverfisvænni og betri sem sjónvarpsefni", sagði Ron Dennis hjá McLaren. FIA birtir á næstunni ítarlega skoðanakönnun um það hvað áhorfendum finnst að betur megi fara varðandi mótshald og sjónvarpsmál. FOTA mun taka mið af þeirri niðurstöðu í gerð tillagna ásamt FIA:
Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira