Handbolti

Kiel vann GOG

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Nordic Photos / Bongarts

Kiel vann átta marka sigur á danska liðinu GOG í Meistaradeild Evrópu nú í kvöld, 37-29, eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 20-20.

GOG stóð í þýsku meisturunum í fyrri hálfleik en í þeim síðari tók franski markvörðurinn Thierry Omeyer til sinna mála og lokaði marki Kiel.

Kiel er með fullt hús stiga í 4. riðlinum með tíu stig þegar einn leikur er eftir. Ciudad Real er í öðru sæti með sex stig eftir fjóra leiki.

Barcelona er með tvö stig eftir fjóra leiki en GOG er stigalaust. Tvö lið komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar.

Snorri Steinn Guðjónsson lék ekki með GOG í kvöld vegna meiðsla. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði tvö mörk fyrir GOG.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×