Innlent

Borgarstjóri stingur höfði í sandinn

Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson
Tekjur lækka og útgjöld aukast og skilja samtals eftir 1,7 milljarða gat í fjárhag Reykjavíkurborgar á þessu ári og 2,7 milljarða á næsta ári. Þetta kemur fram í útreikningum fjármálaskrifstofu og borgarhagfræðings á grundvelli þjóðhagsspár, sem unnir voru að beiðni Samfylkingingarinnar og VG í borgarstjórn. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáæltunum Reykjavíkurborgar. Hratt mun því ganga á handbært fé og eigið fé borgarinnar verði ekkert að gert. Ofan á þetta tæplega 5 milljarða gat bætast áhrif af niðurskurði ríkissjóðs og hækkunum tryggingargjalds. Ætla má að áhrifin á fjárhag Reykjavíkurborgar verði til útgjaldaauka yfir hálfan milljarð vegna þessa.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Þá segir að Borgarstjóri og meirihluti borgarstjórnar hafi hingað til neitað að horfast í augu við þau brýnu verkefni sem af þessu leiða.

„Ólíkt meginþorra sveitarfélaga stendur ekki til að endurskoða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir yfirstandandi ár. Þetta hefur borgarstjóri staðfest. Það frestar vandanum einfaldlega. Að auki hafa einstakir málaflokkar ekki ennþá fengið raunhæfa útgjaldaramma fyrir árið 2010 til að hefja undirbúning að nauðsynlegu aðhaldi og ákvörðunum. Þetta sker í augu. Meðan atvinnulíf og ríkisstjórn horfist í augu við verkefnin framundan og leggur grunn að nauðsynlegum ákvörðunum til að koma Íslandi út úr kreppunni virðist borgarstjóri ætla að stinga höfðinu í sandinn," segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×