Innlent

Bláum bíl Bootcampþjálfara stolið í nótt

Bíllinn er svipaður þessum en skráningarnúmer hans er SM 050.
Bíllinn er svipaður þessum en skráningarnúmer hans er SM 050.
Inga Þóra Ingadóttir Bootcamþjálfari varð nokkuð hissa þegar hún vaknaði í morgun. Þá áttaði hún sig á því að Electick bláum PT Cruiser bíl hennar hafði verið stolið. Bíllinn hefur skráningarnúmerið SM 050 og var stolið á bilinu 3 til 6 í morgun að hennar sögn.

„Þetta var sko ekkert ljóskumál í mér, heldur hafa þetta verið einhverjir professionalgæjar," segir Inga aðspurð hvort hún hafi gleymt lyklunum í bílnum í nótt.

Bíllinn stóð fyrir utan heimili hennar á Túngötu í miðbæ Reykjavíkur en einungist tveir svona bláir PT Cruiser eru til á landinu að hennar sögn.

Þeir sem hafa orðið varir við bílinn eða geta gefið einhverjar upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við Ingu í síma 8677538 eða þá við lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×