Lánatregða evrópskra banka kemur yfirvöldum í vandræði 30. júlí 2009 08:14 Evrópskir bankar hafa haldið áfram að herða útlánaskilyrði og eru því enn tregir til að lána viðskiptavinum sínum sem gerir yfirvöldum erfitt fyrir í tilraunum sínum til að snúa við þróun efnahagsmála, en þau hafa útvegað bönkunum mikið af ódýru lausafé til að lána viðskiptavinum sínum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að bankar á evrusvæðinu hertu skilyrði til lántöku á öðrum ársfjórðungi, og má jafnvel búast við enn harðari kröfum fyrir fyrirtæki og heimili á yfirstandandi fjórðungi. Þetta kemur fram í frétt vefútgáfu Wall Street Journal. Síðasta árið hafa stjórnvöld og seðlabankar stutt við banka í lánsfjárkreppunni með mikilli innspýtingu fjármagns og sumum tilvikum endurfjármögnun, en þessum aðgerðum var ætlað að auka við útlángetu og vilja bankanna til þess að lána viðskiptavinum sínum fjármagn og koma þannig hjólum efnahagslífsins af stað aftur. Viðkvæmir efnahagsreikningar bankanna og áhyggjur af vanskilum hafa orðið til þess að bankarnir hafa dregið mikið úr útlánum. Greinendur telja þó mögulegt að þvinganir yfirvalda til þess að láta bankana bjóða upp á meiri og ódýrari útlán komi með tímanum í bakið á bæði yfirvöldum og bönkunum sjálfum. Þær gætu jafnvel seinkað batanum og komið niður á hlutabréfaverði bankanna ef hlutfall „slæmra" lána í lánasöfnum bankanna fari mikið vaxandi. Það setur til að mynda breska ríkið í töluverða klemmu vegna mikilla hagsmuna í tveimur stærstu bönkum landsins, Lloyds Banking Group og Royal Bank of Scotland Group. Í nýjum hagtölum frá Englandsbanka kemur fram að neytendalán hafi einungis vaxið um 414 milljónum punda í júní, en það er minnsta mánaðaaukning frá árinu 1993 eða frá því að byrjað var að halda utan þróunina. Hagfræðingar töldu að aukningin myndi nema 900 milljónum punda eða rúmlega helmingi meiri en raunin varð. Svipaða sögu er að segja um greiðslukortalán og veðlán. Ennfremur kemur fram í gögnum bankans að lán til fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja hafi dregist saman um 0,2% í mánuðinum og 1,2% það sem af er ári. Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Evrópskir bankar hafa haldið áfram að herða útlánaskilyrði og eru því enn tregir til að lána viðskiptavinum sínum sem gerir yfirvöldum erfitt fyrir í tilraunum sínum til að snúa við þróun efnahagsmála, en þau hafa útvegað bönkunum mikið af ódýru lausafé til að lána viðskiptavinum sínum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að bankar á evrusvæðinu hertu skilyrði til lántöku á öðrum ársfjórðungi, og má jafnvel búast við enn harðari kröfum fyrir fyrirtæki og heimili á yfirstandandi fjórðungi. Þetta kemur fram í frétt vefútgáfu Wall Street Journal. Síðasta árið hafa stjórnvöld og seðlabankar stutt við banka í lánsfjárkreppunni með mikilli innspýtingu fjármagns og sumum tilvikum endurfjármögnun, en þessum aðgerðum var ætlað að auka við útlángetu og vilja bankanna til þess að lána viðskiptavinum sínum fjármagn og koma þannig hjólum efnahagslífsins af stað aftur. Viðkvæmir efnahagsreikningar bankanna og áhyggjur af vanskilum hafa orðið til þess að bankarnir hafa dregið mikið úr útlánum. Greinendur telja þó mögulegt að þvinganir yfirvalda til þess að láta bankana bjóða upp á meiri og ódýrari útlán komi með tímanum í bakið á bæði yfirvöldum og bönkunum sjálfum. Þær gætu jafnvel seinkað batanum og komið niður á hlutabréfaverði bankanna ef hlutfall „slæmra" lána í lánasöfnum bankanna fari mikið vaxandi. Það setur til að mynda breska ríkið í töluverða klemmu vegna mikilla hagsmuna í tveimur stærstu bönkum landsins, Lloyds Banking Group og Royal Bank of Scotland Group. Í nýjum hagtölum frá Englandsbanka kemur fram að neytendalán hafi einungis vaxið um 414 milljónum punda í júní, en það er minnsta mánaðaaukning frá árinu 1993 eða frá því að byrjað var að halda utan þróunina. Hagfræðingar töldu að aukningin myndi nema 900 milljónum punda eða rúmlega helmingi meiri en raunin varð. Svipaða sögu er að segja um greiðslukortalán og veðlán. Ennfremur kemur fram í gögnum bankans að lán til fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja hafi dregist saman um 0,2% í mánuðinum og 1,2% það sem af er ári.
Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira