Innlent

Samþykkja stuðning við nýsköpunarfyrirtæki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frumvarpið var samþykkt á Alþingi í morgun. Mynd/ Anton Brink.
Frumvarpið var samþykkt á Alþingi í morgun. Mynd/ Anton Brink.
Alþingi samþykkti í morgun sérstakt frumvarp um breytingar á tekjuskatti sem miðar að því að styðja við nýsköpunarfyrirtæki.

Með lögunum er nýsköpunarfyrirtækjum veittur stuðningur í formi frádráttar frá tekjuskatti í hlutfalli við útlagðan kostnað við rannsóknir og þróun. Hins vegar verður skattaðilum heimilaður frádráttur frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestinga í hlutabréfum í nýsköpunarfyrirtækjum sem viðurkennd hafa verið af Rannís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×