Náttúruval speglast í mannætum 23. nóvember 2009 06:00 Árlega er haldin ættbálkahátíð á Papúa Nýju-Gíneu í bænum Mount Hagen og safnast þar þá saman fulltrúar velflestra ættbálkanna. Myndin er frá 46. hátíðinni sem haldin var 18. ágúst 2007. Nordicphotos/AFP Aflagðir helgisiðir ættbálks á Papúa Nýju-Gíneu tengdir mannáti urðu kveikjan að einhverju greinilegasta dæmi sem þekkt er um hraða þróun mannsins, samkvæmt nýrri uppgötvun vísindamanna. Breska dagblaðið The Times fjallaði fyrir helgi um uppgötvunina. Um miðja tuttugustu öld var Fore-ættbálkurinn í eystri hálöndum Papúa Nýju-Gíneu hart leikinn af heilarýrnunarsjúkdómnum kuru, sem skyldur er sjúkdómum á borð við Creutzfeldt Jacobs og kúariðu. Sjúkdómurinn smitaðist við helgisiði tengda útförum þar sem étnir voru heilar látinna. „Þótt látið hafi verið af þessum háttum á sjötta áratug aldarinnar og kuru verið upprættur ber erfðamengi ættbálksins sjúkdómsins merki. Rannsóknir hafa nú leitt í ljós genabreytingu í ættbálknum sem ekki finnst annars staðar og ver þá sem bera breytta genið fyrir heilarýrnunarsjúkdómum. Breytta genið hefur dreifst hratt um ættbálkinn með náttúruvali,“ segir í Times. Þeir sem bera breytta genið hafa nær algjöra vörn gegn kuru og nutu því forskots og eignuðust fleiri afkomendur. Fram kemur að um átta prósent þeirra sem búa í grennd við Purosa-dal beri genið, en það þekkist hvergi annars staðar í heiminum. Uppgötvunin er sögð sýna fram á hversu hratt mannskepnan geti brugðist við breyttum umhverfisþáttum. Simon Mead er vísindamaðurinn sem fór fyrir rannsóknarhópi, frá University College í Lundúnum, sem gerði uppgötvunina. Niðurstöðurnar voru nýverið birtar í læknaritinu New England Journal of Medicine. Haft er eftir prófessor John Collinge, framkvæmdastjóra rannsókna sem snúa að príon-prótínbútum þeim sem taldir eru orsök heilarýrnunarsjúkdóma af þessari tegund, að stórkostlegt sé að sjá þarna að verki lögmál þau sem Charles Darwin hafi lýst fyrir 150 árum. „Þarna er samfélag sem þróað hefur með sér sín eigin og einstök líffræðilegt viðbrögð við sannarlega hroðalegum sjúkdómi,“ segir hann. Rannsóknin er einnig sögð mikilvæg vegna þess hve mikilvæg hún sé í að upplýsa virkni príon-prótínbútanna sem valda Creutzfeldt-Jakobs, en það er sú birtingarmynd kúariðu sem leggst á fólk. „Uppgötvunin verður ekki til þess að á morgun verði hægt að framleiða lyf, en hún eykur bakgrunnsskilning okkar á virkni príon-sjúkdóma og hvernig koma megi í veg fyrir þá,“ segir Dr. Simon Mead. Kuru kom fram snemma á 20. öld en hvarf á sjötta áratugnum þegar áhrif trúboða urðu til þess að mannátshelgisiðir lögðust af. olikr@frettabladid.is Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Aflagðir helgisiðir ættbálks á Papúa Nýju-Gíneu tengdir mannáti urðu kveikjan að einhverju greinilegasta dæmi sem þekkt er um hraða þróun mannsins, samkvæmt nýrri uppgötvun vísindamanna. Breska dagblaðið The Times fjallaði fyrir helgi um uppgötvunina. Um miðja tuttugustu öld var Fore-ættbálkurinn í eystri hálöndum Papúa Nýju-Gíneu hart leikinn af heilarýrnunarsjúkdómnum kuru, sem skyldur er sjúkdómum á borð við Creutzfeldt Jacobs og kúariðu. Sjúkdómurinn smitaðist við helgisiði tengda útförum þar sem étnir voru heilar látinna. „Þótt látið hafi verið af þessum háttum á sjötta áratug aldarinnar og kuru verið upprættur ber erfðamengi ættbálksins sjúkdómsins merki. Rannsóknir hafa nú leitt í ljós genabreytingu í ættbálknum sem ekki finnst annars staðar og ver þá sem bera breytta genið fyrir heilarýrnunarsjúkdómum. Breytta genið hefur dreifst hratt um ættbálkinn með náttúruvali,“ segir í Times. Þeir sem bera breytta genið hafa nær algjöra vörn gegn kuru og nutu því forskots og eignuðust fleiri afkomendur. Fram kemur að um átta prósent þeirra sem búa í grennd við Purosa-dal beri genið, en það þekkist hvergi annars staðar í heiminum. Uppgötvunin er sögð sýna fram á hversu hratt mannskepnan geti brugðist við breyttum umhverfisþáttum. Simon Mead er vísindamaðurinn sem fór fyrir rannsóknarhópi, frá University College í Lundúnum, sem gerði uppgötvunina. Niðurstöðurnar voru nýverið birtar í læknaritinu New England Journal of Medicine. Haft er eftir prófessor John Collinge, framkvæmdastjóra rannsókna sem snúa að príon-prótínbútum þeim sem taldir eru orsök heilarýrnunarsjúkdóma af þessari tegund, að stórkostlegt sé að sjá þarna að verki lögmál þau sem Charles Darwin hafi lýst fyrir 150 árum. „Þarna er samfélag sem þróað hefur með sér sín eigin og einstök líffræðilegt viðbrögð við sannarlega hroðalegum sjúkdómi,“ segir hann. Rannsóknin er einnig sögð mikilvæg vegna þess hve mikilvæg hún sé í að upplýsa virkni príon-prótínbútanna sem valda Creutzfeldt-Jakobs, en það er sú birtingarmynd kúariðu sem leggst á fólk. „Uppgötvunin verður ekki til þess að á morgun verði hægt að framleiða lyf, en hún eykur bakgrunnsskilning okkar á virkni príon-sjúkdóma og hvernig koma megi í veg fyrir þá,“ segir Dr. Simon Mead. Kuru kom fram snemma á 20. öld en hvarf á sjötta áratugnum þegar áhrif trúboða urðu til þess að mannátshelgisiðir lögðust af. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira