Auðlindir og nýtingarréttur 21. desember 2009 06:00 Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um orkumál Hrunið ætti að hafa kennt okkur það að einkaaðilar fara ekki endilega betur en opinberir aðilar með fjármagn, fyrirtæki, orðspor eða auðlindir. Auðlindir þjóða geta aldrei verið einkamál fárra, þær eru lífsviðurværi þjóða, sá grunnur sem hvert samfélag hefur til að byggja á. Þróa sína atvinnuvegi og ná samfélagslegum árangri. Þjóðin öll á að njóta auðlinda sinna og nýting þeirra á að vera með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Úr sjávarútvegi höfum við slæma reynslu af því að framselja nýtingu sameiginlegra auðlinda til útvalinna einstaklinga. Skuldsetning sjávarútvegs hefur með framsali aflaheimilda margfaldast og mörg sorgleg dæmi eru um það að einkahagsmunir hafi verið teknir fram fyrir hagsmuni heildarinnar, þar sem kvóti hefur verið seldur frá heilu byggðarlögunum. Það mikil gæfa að tvö stærstu orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur, eru enn að fullu í almannaeigu. Orkufyrirtækin gegna mikilvægu hlutverki sem liggur bæði í því að nýta mikilvægar auðlindir landsins, auk þess að veita mikilvæga grunnþjónustu. Nýting á sameiginlegum orkuauðlindum verður að vera sjálfbær og í sátt við umhverfið og ráðstöfun orkunnar verður að fara saman við þjóðarhagsmuni. Að fyrirtækin verði áfram í opinberri eigu er grundvöllur þess að tryggja að svo verði. Ekki er nóg að orkufyrirtækin hafi viðunandi hagnaðarvon af orkusölunni heldur ber okkur skylda til að beina notkuninni í þjóðhagslega hagkvæman farveg. Horfa verður til fjölbreytni, mannaflsþarfar og umhverfissjónarmiða þegar við horfum til uppbyggingar á raforkufrekum iðnaði. Sú grunnþjónusta sem Orkuveitan veitir, rafmagn, hitaveita, drykkjarvatn, gagnaveita og fráveita er þess eðlis að miklir samfélagslegir hagsmunir liggja í því að þessi starfsemi sé á hendi opinberra aðila sem hafa fyrst og fremst samfélagslega hagsmuni í fyrirrúmi. Einnig er mikilvægt að skýr pólitísk ábyrgð og pólitískt aðhald sé á þessum rekstri alveg eins og annarri samfélagsþjónustu sveitarfélaga. Einkarekstur og samkeppni hafa vissulega kosti fyrir uppgang í samfélaginu en einkarekstur er ekki sjálfkrafa betri en opinber rekstur. Sérstaklega þegar kemur að þáttum þar sem nauðsynlegt er að hagsmunir heildarinnar séu ávallt ofar einkahagsmunum, þetta á við um helstu innviði samfélagsins og sameiginlegar auðlindir. Fyrningarleiðin sem ríkistjórnin boðar, byggir á innköllun aflaheimilda yfir langan tíma og virkar þá eins og afskriftir aflaheimilda í bókhaldi útgerða, alveg eins og afskriftir skipa og annars búnaðar. Þetta er góð leið til að vinda ofan af þeim mistökum sem gerð voru í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Við þurfum að passa að mistökin endurtaki sig ekki. Kreppan sem við nú göngum í gegnum má ekki verða til þess að við seljum frá okkur framtíðina. En velferð þjóða er nátengd því að þær nýti auðlindir sínar í þágu heildarinnar. Þetta verðum við að hafa hugfast þegar næstu skref verða tekin hvað varðar orkufyrirtækin okkar. Mikil tækifæri liggja í þeirri þekkingu sem við búum yfir á sviði umhverfisvænnar orkunýtingar. Þau tækifæri eiga til langrar framtíðar að nýtast þjóðinni allri. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um orkumál Hrunið ætti að hafa kennt okkur það að einkaaðilar fara ekki endilega betur en opinberir aðilar með fjármagn, fyrirtæki, orðspor eða auðlindir. Auðlindir þjóða geta aldrei verið einkamál fárra, þær eru lífsviðurværi þjóða, sá grunnur sem hvert samfélag hefur til að byggja á. Þróa sína atvinnuvegi og ná samfélagslegum árangri. Þjóðin öll á að njóta auðlinda sinna og nýting þeirra á að vera með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Úr sjávarútvegi höfum við slæma reynslu af því að framselja nýtingu sameiginlegra auðlinda til útvalinna einstaklinga. Skuldsetning sjávarútvegs hefur með framsali aflaheimilda margfaldast og mörg sorgleg dæmi eru um það að einkahagsmunir hafi verið teknir fram fyrir hagsmuni heildarinnar, þar sem kvóti hefur verið seldur frá heilu byggðarlögunum. Það mikil gæfa að tvö stærstu orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur, eru enn að fullu í almannaeigu. Orkufyrirtækin gegna mikilvægu hlutverki sem liggur bæði í því að nýta mikilvægar auðlindir landsins, auk þess að veita mikilvæga grunnþjónustu. Nýting á sameiginlegum orkuauðlindum verður að vera sjálfbær og í sátt við umhverfið og ráðstöfun orkunnar verður að fara saman við þjóðarhagsmuni. Að fyrirtækin verði áfram í opinberri eigu er grundvöllur þess að tryggja að svo verði. Ekki er nóg að orkufyrirtækin hafi viðunandi hagnaðarvon af orkusölunni heldur ber okkur skylda til að beina notkuninni í þjóðhagslega hagkvæman farveg. Horfa verður til fjölbreytni, mannaflsþarfar og umhverfissjónarmiða þegar við horfum til uppbyggingar á raforkufrekum iðnaði. Sú grunnþjónusta sem Orkuveitan veitir, rafmagn, hitaveita, drykkjarvatn, gagnaveita og fráveita er þess eðlis að miklir samfélagslegir hagsmunir liggja í því að þessi starfsemi sé á hendi opinberra aðila sem hafa fyrst og fremst samfélagslega hagsmuni í fyrirrúmi. Einnig er mikilvægt að skýr pólitísk ábyrgð og pólitískt aðhald sé á þessum rekstri alveg eins og annarri samfélagsþjónustu sveitarfélaga. Einkarekstur og samkeppni hafa vissulega kosti fyrir uppgang í samfélaginu en einkarekstur er ekki sjálfkrafa betri en opinber rekstur. Sérstaklega þegar kemur að þáttum þar sem nauðsynlegt er að hagsmunir heildarinnar séu ávallt ofar einkahagsmunum, þetta á við um helstu innviði samfélagsins og sameiginlegar auðlindir. Fyrningarleiðin sem ríkistjórnin boðar, byggir á innköllun aflaheimilda yfir langan tíma og virkar þá eins og afskriftir aflaheimilda í bókhaldi útgerða, alveg eins og afskriftir skipa og annars búnaðar. Þetta er góð leið til að vinda ofan af þeim mistökum sem gerð voru í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Við þurfum að passa að mistökin endurtaki sig ekki. Kreppan sem við nú göngum í gegnum má ekki verða til þess að við seljum frá okkur framtíðina. En velferð þjóða er nátengd því að þær nýti auðlindir sínar í þágu heildarinnar. Þetta verðum við að hafa hugfast þegar næstu skref verða tekin hvað varðar orkufyrirtækin okkar. Mikil tækifæri liggja í þeirri þekkingu sem við búum yfir á sviði umhverfisvænnar orkunýtingar. Þau tækifæri eiga til langrar framtíðar að nýtast þjóðinni allri. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar