Hæstiréttur gefur innherjum veiðileyfi 19. nóvember 2009 06:00 Þann 30. apríl 2007 var kosin ný stjórn Glitnis. Undir forystu Þorsteins M. Jónssonar ákvað hún samdægurs að borga fráfarandi forstjóra, Bjarna Ármannssyni, tæplega 7 milljarða króna af peningum bankans fyrir hlutabréf Glitnis sem Bjarna höfðu áskotnast utan starfssamnings hans. Þessi upphæð er um 20 prósent af hagnaði ársins 2006 og næstum jafnhá og allur arður greiddur það árið. Bjarni fékk 29 krónur fyrir hvern hlut, 7,6 prósentum hærra verð en hæsta verð á markaði þennan dag. Bjarni fékk um 500 milljónum króna meira en ef hann hefði selt á hæsta gengi dagsins. Vilhjálmur Bjarnason stefndi stjórn Glitnis vegna þessara viðskipta. Héraðsdómur telur að stjórn Glitnis „hafi hvorki gætt hagsmuna bankans né hluthafa er hún gekk frá kaupum á hlutum Bjarna Ármannssonar á yfirverði. Stjórnin mismunaði einnig hluthöfum bankans. Henni bar að sýna ráðdeild við meðferð eigna bankans en það gerði hún ekki". Samkvæmt Héraðsdómi var samþykkt hluthafafundar samkvæmt 55. grein laga um hlutafélög til kaupa félagsins á eigin bréfum ekki lögleg. Þá brutu einkaviðskipti stjórnar Glitnis við fráfarandi forstjóra einnig 76. grein laga um hlutafélög. Sú grein bannar stjórn og stjórnendum að „gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins". Hæstiréttur úrskurðar hins vegar að lögleg heimild hluthafafundar samkvæmt 55. grein til kaupa félagsins á eigin bréfum hafi legið fyrir. „Eðli máls samkvæmt" feli 55. greinin í sér „frávik" frá 76. grein laga um bann við mismunun hluthafa, stjórn hlutafélags „hvorki getur boðið né ber að bjóða öllum hluthöfum að ganga til slíkra kaupa með sömu kjörum". Hvergi í lögum um hlutafélög er sagt að samþykkt hluthafafundar samkvæmt 55. grein geti fellt 76. grein úr gildi. Greinarnar stangast heldur engan veginn á. Þessi túlkun Hæstaréttar er álíka rökleysa og að segja að ökumanni sem fylgir einni grein umferðarlaga sé ekki skylt að virða aðra, sá sem aki undir hraðamörkum megi fara yfir á rauðu ljósi. Almenningshlutafélag kaupir eigin hlutabréf fyrst og fremst í þeim tilgangi að skila umframfé úr sjóðum félagsins til hluthafa. Kaup á eigin bréfum kemur í staðinn fyrir eða til viðbótar við arðgreiðslur. Félag getur auðveldlega gætt jafnræðis með því að kaupa bréf á markaði eða í opnu tilboðsferli. Fullyrðing Hæstaréttar um að stjórn geti ekki gætt jafnræðis milli allra hluthafa við kaup hlutafélags á eigin bréfum er algerlega úr lausu lofti gripin. Hún sýnir mjög alvarlega vanþekkingu á verðbréfaviðskiptum. Líkt og í öðrum ráðstöfunum vegna fjármögnunar ber stjórn hlutafélags að gæta ráðdeildar og kaupa eigin bréf ódýrt frekar en dýrt. Stjórnin hefði getað keypt bréf Glitnis á markaði þann 30/04/07 á lægra verði en því sem Bjarni bauð. Tilgangurinn með kaupum stjórnar af Bjarna var því greinilega einhver annar en venjuleg uppkaup á eigin bréfum. Dómur Hæstaréttar er ekki samkvæmt íslenskum lögum. Dómurinn stangast einnig á við góðar viðskiptavenjur. Hæstiréttur hefur fríað innherja ábyrgð og gefið þeim opið veiðileyfi til þess að fara með fjármuni íslenskra almenningshlutafélaga eftir eigin geðþótta. Höfundur er eðlisfræðingur og hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þann 30. apríl 2007 var kosin ný stjórn Glitnis. Undir forystu Þorsteins M. Jónssonar ákvað hún samdægurs að borga fráfarandi forstjóra, Bjarna Ármannssyni, tæplega 7 milljarða króna af peningum bankans fyrir hlutabréf Glitnis sem Bjarna höfðu áskotnast utan starfssamnings hans. Þessi upphæð er um 20 prósent af hagnaði ársins 2006 og næstum jafnhá og allur arður greiddur það árið. Bjarni fékk 29 krónur fyrir hvern hlut, 7,6 prósentum hærra verð en hæsta verð á markaði þennan dag. Bjarni fékk um 500 milljónum króna meira en ef hann hefði selt á hæsta gengi dagsins. Vilhjálmur Bjarnason stefndi stjórn Glitnis vegna þessara viðskipta. Héraðsdómur telur að stjórn Glitnis „hafi hvorki gætt hagsmuna bankans né hluthafa er hún gekk frá kaupum á hlutum Bjarna Ármannssonar á yfirverði. Stjórnin mismunaði einnig hluthöfum bankans. Henni bar að sýna ráðdeild við meðferð eigna bankans en það gerði hún ekki". Samkvæmt Héraðsdómi var samþykkt hluthafafundar samkvæmt 55. grein laga um hlutafélög til kaupa félagsins á eigin bréfum ekki lögleg. Þá brutu einkaviðskipti stjórnar Glitnis við fráfarandi forstjóra einnig 76. grein laga um hlutafélög. Sú grein bannar stjórn og stjórnendum að „gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins". Hæstiréttur úrskurðar hins vegar að lögleg heimild hluthafafundar samkvæmt 55. grein til kaupa félagsins á eigin bréfum hafi legið fyrir. „Eðli máls samkvæmt" feli 55. greinin í sér „frávik" frá 76. grein laga um bann við mismunun hluthafa, stjórn hlutafélags „hvorki getur boðið né ber að bjóða öllum hluthöfum að ganga til slíkra kaupa með sömu kjörum". Hvergi í lögum um hlutafélög er sagt að samþykkt hluthafafundar samkvæmt 55. grein geti fellt 76. grein úr gildi. Greinarnar stangast heldur engan veginn á. Þessi túlkun Hæstaréttar er álíka rökleysa og að segja að ökumanni sem fylgir einni grein umferðarlaga sé ekki skylt að virða aðra, sá sem aki undir hraðamörkum megi fara yfir á rauðu ljósi. Almenningshlutafélag kaupir eigin hlutabréf fyrst og fremst í þeim tilgangi að skila umframfé úr sjóðum félagsins til hluthafa. Kaup á eigin bréfum kemur í staðinn fyrir eða til viðbótar við arðgreiðslur. Félag getur auðveldlega gætt jafnræðis með því að kaupa bréf á markaði eða í opnu tilboðsferli. Fullyrðing Hæstaréttar um að stjórn geti ekki gætt jafnræðis milli allra hluthafa við kaup hlutafélags á eigin bréfum er algerlega úr lausu lofti gripin. Hún sýnir mjög alvarlega vanþekkingu á verðbréfaviðskiptum. Líkt og í öðrum ráðstöfunum vegna fjármögnunar ber stjórn hlutafélags að gæta ráðdeildar og kaupa eigin bréf ódýrt frekar en dýrt. Stjórnin hefði getað keypt bréf Glitnis á markaði þann 30/04/07 á lægra verði en því sem Bjarni bauð. Tilgangurinn með kaupum stjórnar af Bjarna var því greinilega einhver annar en venjuleg uppkaup á eigin bréfum. Dómur Hæstaréttar er ekki samkvæmt íslenskum lögum. Dómurinn stangast einnig á við góðar viðskiptavenjur. Hæstiréttur hefur fríað innherja ábyrgð og gefið þeim opið veiðileyfi til þess að fara með fjármuni íslenskra almenningshlutafélaga eftir eigin geðþótta. Höfundur er eðlisfræðingur og hagfræðingur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar