Viðskipti innlent

Þrír nýir stjórar hjá Skyggni

Frá vinstri: Friðrik Þ. Snorrason, Þorvaldur Jacobsen og Sigurður Þórarinsson.
Frá vinstri: Friðrik Þ. Snorrason, Þorvaldur Jacobsen og Sigurður Þórarinsson.

Þrír nýir framkvæmdastjórar hafa tekið til starfa hjá Skyggni, sem er hluti af samstæðu Nýherja. Þetta eru Friðrik Þ. Snorrason, Sigurður Þórarinsson og Þorvaldur Jacobsen að því er segir í tilkynningu um málið.

Friðrik Þ. Snorrason hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Skyggnis ehf. en hjá fyrirtækinu starfa um 200 sérfræðingar í upplýsingatækni á fjórum stöðum á landinu. Friðrik starfaði áður hjá Nýherja, síðast sem framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar Nýherja, en var áður markaðsstjóri félagsins. Friðrik er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá London School of Economics og BA gráðu í sama fagi frá University of Wisconsin í Madison.

Sigurður Þórarinsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Rekstrarþjónustusviðs Skyggnis. Hann gegndi áður starfi framkvæmdastjóra Rekstrarþjónustu TM Software frá ársbyrjun 2007 og hafði starfað hjá TM Software frá árinu 2004. Sigurður er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá University of Washington og í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Þorvaldur Jacobsen hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Sérlausnasviðs Skyggnis. Hann hafði gegnt starfi framkvæmdastjóra Kjarnalausna Nýherja frá árinu 2005 og starfað hjá félaginu frá 2002. Hann var áður sölustjóri hjá Teymi hf. og Opnum Kerfum hf. Þorvaldur er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands, með BS gráðu í tölvunarfræði frá sama skóla og meistaragráðu í verkfræði frá University of Texas í Austin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×