Viðskipti innlent

Marel breytir um nafn

Marel Food Systems hf. tilkynnir að frá og með 1. janúar 2010 verður nafni fyrirtækisins breytt í Marel hf. Er þetta liður í samþættingu þeirra fyrirtækja sem keypt hafa verið á undaförnum árum og munu þau öll sameinast undir hinu nýja vörumerki og fyrirtækjanafni.

Í tilkynningu til kauphallarinnar segir að hin vörumerkin sem fyrirtækið hefur á að skipa kunna að vera notuð áfram í tengslum við ákveðnar vörulínur og í tilteknum markaðsgeirum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×