Viðskipti innlent

Þór með stöðu grunaðs manns

Þór Sigfússon.
Þór Sigfússon. Mynd/Pjetur
Rannsókn sérstaks saksóknara á tryggingafélaginu Sjóvá er vel á veg komin. Nokkrir eru með stöðu grunaðs í rannsókninni, þar á meðal Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Sérstakur saksóknari kannar aðallega hvort stjórnendur Sjóvár hafi gerst sekir um umboðssvik og farið langt út fyrir heimildir í fjárfestingum. Slíkt getur varðað allt að sex ára fangelsi.

Tap Sjóvár vegna fjárfestinga nam 35,5 milljörðum á síðasta ári og í lok síðasta árs uppfyllti Sjóvá ekki kröfur um lámarksgjaldþol né átti félagið eignir til að jafna vátryggingaskuld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×