Enski boltinn

Ferguson vinnur í því að halda Tevez

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez. Nordic Photos/Getty Images

Ólíkt því sem margi halda þá segist Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, vera að vinna í því að halda Argentínumanninum Carlos Tevez hjá félaginu.

Lánssamningur Tevez rennur út í sumar. Talið er að United sé ekki til í að greiða uppsett verð til þess að halda honum. Hefur Tevez því lengi verið orðaður við Real Madrid og nú síðast var byrjað að orða hann við Liverpool.

Tevez hefur spilað minna síðan Dimitar Berbatov var keyptur til félagsins. Engu að síður er Ferguson að vinna í því að halda framherjanum.

„Hvort hann hefur verið að spila mikilvæga leiki eður ei er allt önnur spurning en hann hefur samt tekið þátt í mörgum mikilvægum leikjum. Ég vil ekki að hann sé óhamingjusamur því hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur," sagðu Ferguson.

„Vandamálið liggur í því að þegar ég hef ákveðna möguleika. Ég keypti Berbatov og get líka spilað Ronaldo frammi. Það skapar ákveðin vandamál því góðir leikmenn vilja spila alla leiki.

„Þessir strákar geta samt ekki spilað alla leiki, það er ómögulegt. Ég held að Carlos vilji vera hér áfram og við erum að vinna í því að sú verði raunin. Ég hef sagt Carlos frá því og meira get ég í rauninni ekki gert," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×