Erlent

Yfir 100 látnir í námuslysinu í Kína

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Björgunarmenn við störf á vettvangi.
Björgunarmenn við störf á vettvangi.

Tala látinna eftir að gassprenging varð í kolanámu í Heilongjiang-héraðinu í norðausturhluta Kína á laugardagsmorguninn er komin yfir 100 manns. Að sögn kínverskra fréttamiðla voru 582 verkamenn staddir í námunni þegar sprengingin varð og hafði 420 þeirra verið bjargað út í gærkvöldi. Aðstæður björgunarmanna eru þó mjög erfiðar þar sem stór hluti námaganganna féll saman við sprenginguna sem var svo öflug að nokkrar byggingar í nágrenninu hrundu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×