Íslensk framleiðslufyrirtæki óska réttlætis og jafnréttis 23. nóvember 2009 09:42 Í opnu bréfi til allra alþingismanna óska íslensk framleiðslufyrirtæki eftir jafnrétti og réttlæti í þeirra garð, starfsfólks og viðskiptavina. Þingmenn eru hvattir til að hverfa frá þeirri mismunun sem felst í því að velja að geðþótta sí og æ sömu vörur gamalgróinna íslenskra iðnfyrirtækja og skattleggja þær sérstaklega.Bréfið hljóðar svo: „Ágæti þingmaðurVið óskum eftir jafnrétti og réttlæti í okkar garð, starfsfólks okkar og viðskiptavinaÍslensk fyrirtæki í matvælaiðnaði eiga undir högg að sækja eins og önnur fyrirtæki í landinu. Vandinn felst ekki í minnkandi sölu, því landsmenn hafa aldrei verið duglegri að velja íslenskt, heldur því að allur rekstrakostnaður hefur hækkað. Honum hefur ekki verið velt út í verðlagið. Afleiðingin er versnandi afkoma sem leiðir til þess að við verðum að leita allra leiða til að draga úr framleiðslukostnaði. Í lengstu lög höfum við reynt að verja störf okkar góða starfsfólks.Við skorumst ekki undan því að taka okkar skerf af þeim skattahækkunum sem lagðar eru á atvinnulífið og framleiðsluvörur þess og þjónustu. Það gildir um aukinn rafmagnskostnað, eldsneytiskostnað, launakostnað vegna atvinnutryggingagjalds og hærri tekjuskatt sem ríkisstjórnin boðar.Við sköpum atvinnu og spörum gjaldeyri. Það virðist ætlun stjórnvalda að torvelda okkar starfsemi með því að flytja framleiðsluvörur okkar úr 7% í 14% virðisaukaskattþrep meðan aðrar matvörur verða áfram í 7% þrepinu.Okkur þykir afar ósanngjarnt og óskynsamlegt að enn einu sinni eigi að skattleggja sumar íslenskar matvörur meira en aðrar. Það var gert síðast fyrir aðeins tæpum þremur mánuðum þegar sérstakur skattur var lagður á okkar vörur með vörugjöldum.Eina vörn okkar gegn þessum skattahækkunum er að draga úr breytilegum kostnaði sem er að mestu aðföng og laun. Fari fram sem horfir er óhjákvæmilegt að við verðum að fækka starfsfólki og draga eins og kostur er úr launakostnaði vegna þeirra sem eftir verða.Við skorum á þingmenn að láta eitt yfir alla ganga í þessum efnum og hverfa frá þeirri mismunun sem felst í því að velja að geðþótta sí og æ sömu vörur gamalgróinna íslenskra iðnfyrirtækja og skattleggja þær sérstaklega. Við teljum okkur hafa staðið okkur vel í harðri samkeppni við innflutning og viljum axla okkar byrðar eins og aðrir en það er ekki heiðarlegt af löggjafanum að leggja á okkur þyngri byrðar en aðra eða draga matvælaframleiðendur í dilka með þessum hætti.Nói - Síríus, Kjarnavörur, Vífilfell, Frón, Ölgerðin, Kexsmiðjan, Góa, Katla, Freyja, SAMTÖK IÐNAÐARINS" Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Airpods 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Sjá meira
Í opnu bréfi til allra alþingismanna óska íslensk framleiðslufyrirtæki eftir jafnrétti og réttlæti í þeirra garð, starfsfólks og viðskiptavina. Þingmenn eru hvattir til að hverfa frá þeirri mismunun sem felst í því að velja að geðþótta sí og æ sömu vörur gamalgróinna íslenskra iðnfyrirtækja og skattleggja þær sérstaklega.Bréfið hljóðar svo: „Ágæti þingmaðurVið óskum eftir jafnrétti og réttlæti í okkar garð, starfsfólks okkar og viðskiptavinaÍslensk fyrirtæki í matvælaiðnaði eiga undir högg að sækja eins og önnur fyrirtæki í landinu. Vandinn felst ekki í minnkandi sölu, því landsmenn hafa aldrei verið duglegri að velja íslenskt, heldur því að allur rekstrakostnaður hefur hækkað. Honum hefur ekki verið velt út í verðlagið. Afleiðingin er versnandi afkoma sem leiðir til þess að við verðum að leita allra leiða til að draga úr framleiðslukostnaði. Í lengstu lög höfum við reynt að verja störf okkar góða starfsfólks.Við skorumst ekki undan því að taka okkar skerf af þeim skattahækkunum sem lagðar eru á atvinnulífið og framleiðsluvörur þess og þjónustu. Það gildir um aukinn rafmagnskostnað, eldsneytiskostnað, launakostnað vegna atvinnutryggingagjalds og hærri tekjuskatt sem ríkisstjórnin boðar.Við sköpum atvinnu og spörum gjaldeyri. Það virðist ætlun stjórnvalda að torvelda okkar starfsemi með því að flytja framleiðsluvörur okkar úr 7% í 14% virðisaukaskattþrep meðan aðrar matvörur verða áfram í 7% þrepinu.Okkur þykir afar ósanngjarnt og óskynsamlegt að enn einu sinni eigi að skattleggja sumar íslenskar matvörur meira en aðrar. Það var gert síðast fyrir aðeins tæpum þremur mánuðum þegar sérstakur skattur var lagður á okkar vörur með vörugjöldum.Eina vörn okkar gegn þessum skattahækkunum er að draga úr breytilegum kostnaði sem er að mestu aðföng og laun. Fari fram sem horfir er óhjákvæmilegt að við verðum að fækka starfsfólki og draga eins og kostur er úr launakostnaði vegna þeirra sem eftir verða.Við skorum á þingmenn að láta eitt yfir alla ganga í þessum efnum og hverfa frá þeirri mismunun sem felst í því að velja að geðþótta sí og æ sömu vörur gamalgróinna íslenskra iðnfyrirtækja og skattleggja þær sérstaklega. Við teljum okkur hafa staðið okkur vel í harðri samkeppni við innflutning og viljum axla okkar byrðar eins og aðrir en það er ekki heiðarlegt af löggjafanum að leggja á okkur þyngri byrðar en aðra eða draga matvælaframleiðendur í dilka með þessum hætti.Nói - Síríus, Kjarnavörur, Vífilfell, Frón, Ölgerðin, Kexsmiðjan, Góa, Katla, Freyja, SAMTÖK IÐNAÐARINS"
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Airpods 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Sjá meira