Innlent

Ökumenn hvattir til að draga úr hraðanum

Umferðarstofa hvetur ökumenn til að draga úr hraðanum. Undanfarna daga hafa orðið margskonar umferðaróhöpp af völdum þess að ökumenn eiga erfitt með að greina hálku á vegum.
Umferðarstofa hvetur ökumenn til að draga úr hraðanum. Undanfarna daga hafa orðið margskonar umferðaróhöpp af völdum þess að ökumenn eiga erfitt með að greina hálku á vegum. Mynd/Daníel Rúnarsson
Undanfarna daga hafa orðið margar bílveltur, árekstrar og annarskonar slys af völdum þess að ökumenn eiga erfitt með að greina hálku á vegum, að fram kemur í tilkynningu frá Umferðarstofu.

„Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að það sé algengt að lúmsk hálka verði á vegum skömmu eftir að myrkur skellur á. Umferðarstofa vill brýna það fyrir ökumönnum að fylgjast vel með því hvort farið sé að stirna á veginn en þá borgar sig að draga vel úr hraða," segir í tilkynningunni.

Hafa verði í huga að einnig geti myndast „lúmsk hálka" þótt ekki stirni á veginn. Ökumenn skulu gæta sérstakrar varúðar vegna þeirrar hættu sem skapast þar sem vegir liggja í lægð við ár, sjó eða vötn en þar leggst oft raki yfir veginn og frís. „Dæmi um þetta er t.d. í Langadal á móts við Blöndu, í Blönduhlíð þar sem vegurinn liggur með Héraðsvötnum og einnig hefur þetta gerst mót opnum sjó við Kúagerði og í Kollafirði. Við þessar aðstæður borgar sig að draga mjög úr hraða."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×