Erlent

Chavez gleður Rússa

Óli Tynes skrifar
Amigo mio. Chavez og Putin.
Amigo mio. Chavez og Putin.

Það fór vel á með þeim Hugo Chavez forseta Venesúela og Vladimir Putin forsætisráðherra Rússlands þegar sá fyrrnefndi heimsótti Moskvu í vikunni.

Chaves var meðal annars að falast eftir vopnum frá Rússum, sem þeir eru fúsir til að selja þessum nýja vini sínum.

Tengsl landanna hafa orðið æ nánari síðustu misserin og Rússar hafa sent bæði sprengjuflugvélar og herskip til þess að æfa með herafla Venesúela.

Chavez gladdi Rússnesku gestgjafana með því að viðurkenna sjálfstæði bæði Abkhasíu og Austur-Ossetíu.

Austur Ossetía vill aðskilnað frá Georgíu og Rússar og Georgíumenn háðu stutt en snarpt stríð um héraðið í ágúst á síðasta ári.

Chavez er gamaldags kommúnisti og gerir hvað hann getur til þess að angra Vesturlönd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×