Erlent

Skálmöld í Teheran

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fimm íranskir stjórnarandstæðingar eru nú látnir í mótmælum í Teheran, höfuðborg Írans, að sögn írönsku IRNA-fréttastofunnar. Dauðsföllin eru í rannsókn en talið er að þau séu orsök ólögmætrar valdbeitingar lögreglu. Tveir mótmælendanna urðu fyrir bílum, einn féll niður af brú og að minnsta kosti einn varð fyrir skotum lögreglu. Ekki er vitað hvernig sá fimmti lést. Mikil mótmæli hafa átt sér stað í Teheran undanfarna daga vegna umdeildra forsetakosninga í sumar en talið er að Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti hafi haft óhreint mjöl í pokahorninu þegar hann náði endurkjöri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×