Upprætum mansal 17. október 2009 04:00 Mál litháísku konunnar sem hvarf um skeið í vikunni hefur loksins vakið fólk til umhugsunar um eðli og umfang mansals hér á landi. Málið er til marks um alvarleika þess vandamáls sem mansal er og mikilvægi þess að hér sé vandaður og vel skilgreindur viðbúnaður til staðar. Fórnarlömb mansals hafa enga ástæðu til að treysta fólki. Einstaklingar og hið opinbera hafa brugðist þeim og allar bjargir virðast vera bannaðar. Þetta er þekkt meðal sérfræðinga í málaflokknum eins og er vandlega lýst í greinargerð með aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali. Í áætluninni er vandanum lýst, hann viðurkenndur og kveðið á um 25 aðgerðir af hálfu stjórnvalda. Meðal annars þarf að gera ráð fyrir fórnarlömbum mansals í lögum og veita þarf sérstakan umþóttunartíma á meðan hið opinbera ávinnur sér traust þeirra til að geta veitt nauðsynlega aðstoð. Sérstakt neyðarteymi þarf að vera til staðar, fræða þarf starfsfólk lögreglu, heilbrigðiskerfis og félagsþjónustu um mansal og grípa þarf til aðgerða sem sporna gegn eftirspurn eftir klámi og vændi. Enn heyrast efasemdaraddir þegar mansal á Íslandi ber á góma. Að hér hafi engir dómar fallið, mansal hafi því ekki verið sannað og við megum ekki hrapa að ályktunum. Sérfræðingur norsku lögreglunnar í mansalsmálum sagði hér á landi síðastliðinn vetur að nóg væri að spyrja tveggja spurninga: 1. Er eftirspurn eftir vændi á landinu? 2. Eru vísbendingar um að alþjóðleg glæpastarfsemi teygi anga sína til landsins? Ef svarið er já má ætla að mansal þrífist hér á landi. Sérfræðingar eru einnig sammála um að samfélagið verði aðeins vart við örlítið brot þeirra mála sem í gangi eru eins og í öðrum kynferðisafbrotamálum. Það er ekki hægt að skilja milli kláms, vændis og mansals. Því er mikilvægast af öllu að eftirspurnin verði upprætt. Ástæðan fyrir mansali er jú viðskiptavinirnir. Ef engir væru kaupendurnir væri mansal ekki þriðja umfangsmesta glæpastarfsemi heims. Ég brýni því íslensk stjórnvöld til að taka á hinum stóra sínum og innleiða aðgerðaráætlunina með öllu. Um leið brýni ég kaupendur kláms og vændis til að láta af þeirri iðju sinni. Líf og hagur kvenna og barna er í húfi. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Mál litháísku konunnar sem hvarf um skeið í vikunni hefur loksins vakið fólk til umhugsunar um eðli og umfang mansals hér á landi. Málið er til marks um alvarleika þess vandamáls sem mansal er og mikilvægi þess að hér sé vandaður og vel skilgreindur viðbúnaður til staðar. Fórnarlömb mansals hafa enga ástæðu til að treysta fólki. Einstaklingar og hið opinbera hafa brugðist þeim og allar bjargir virðast vera bannaðar. Þetta er þekkt meðal sérfræðinga í málaflokknum eins og er vandlega lýst í greinargerð með aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali. Í áætluninni er vandanum lýst, hann viðurkenndur og kveðið á um 25 aðgerðir af hálfu stjórnvalda. Meðal annars þarf að gera ráð fyrir fórnarlömbum mansals í lögum og veita þarf sérstakan umþóttunartíma á meðan hið opinbera ávinnur sér traust þeirra til að geta veitt nauðsynlega aðstoð. Sérstakt neyðarteymi þarf að vera til staðar, fræða þarf starfsfólk lögreglu, heilbrigðiskerfis og félagsþjónustu um mansal og grípa þarf til aðgerða sem sporna gegn eftirspurn eftir klámi og vændi. Enn heyrast efasemdaraddir þegar mansal á Íslandi ber á góma. Að hér hafi engir dómar fallið, mansal hafi því ekki verið sannað og við megum ekki hrapa að ályktunum. Sérfræðingur norsku lögreglunnar í mansalsmálum sagði hér á landi síðastliðinn vetur að nóg væri að spyrja tveggja spurninga: 1. Er eftirspurn eftir vændi á landinu? 2. Eru vísbendingar um að alþjóðleg glæpastarfsemi teygi anga sína til landsins? Ef svarið er já má ætla að mansal þrífist hér á landi. Sérfræðingar eru einnig sammála um að samfélagið verði aðeins vart við örlítið brot þeirra mála sem í gangi eru eins og í öðrum kynferðisafbrotamálum. Það er ekki hægt að skilja milli kláms, vændis og mansals. Því er mikilvægast af öllu að eftirspurnin verði upprætt. Ástæðan fyrir mansali er jú viðskiptavinirnir. Ef engir væru kaupendurnir væri mansal ekki þriðja umfangsmesta glæpastarfsemi heims. Ég brýni því íslensk stjórnvöld til að taka á hinum stóra sínum og innleiða aðgerðaráætlunina með öllu. Um leið brýni ég kaupendur kláms og vændis til að láta af þeirri iðju sinni. Líf og hagur kvenna og barna er í húfi. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar