Glæsilegur sigur Hauka á Wisla Plock Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. október 2009 16:37 Elías Már Halldórsson, leikmaður Hauka. Haukar unnu í dag glæsilegan stórsigur á pólska liðinu Wisla Plock í síðari leik liðanna í annarri umferð EHF-bikarkeppninnar í dag, 29-21. Sigurinn var í raun stærri en lokatölur leiksins segja til um. Wisla Plock skoraði ekki nema tíu mörk á fyrstu 45 mínútum leiksins og voru yfirburðir Hauka algerir í leiknum. Wisla Plock vann fyrri leik liðanna í Póllandi, 30-28, og Haukar eru því öruggir áfram í þriðju umferð keppninnar. Haukarnir byrjuðu frábærlega í leiknum. Liðið spilaði mjög góða vörn og Birkir Ívar var á tánum í markinu. Eftir að pólsku gestirnir skoruðu fyrsta markið í leiknum komu fimm Haukamörk í röð. Pólverjarnir skoruðu ekki sitt annað mark í leiknum fyrr en að tíu mínútum loknum. Pólverjarnir voru í miklum vandræðum með vörn Haukanna og tóku leikhlé strax eftir um stundarfjórðung, þegar staðan var orðin 9-3 fyrir Haukum. Varnarleikur Pólverjanna var að sama skapi slakur fram að þessu en Haukar gátu nánast skorað að vild. Leikmenn Wisla Plock tóku sig aðeins saman í andlitinu eftir þetta en það þó stutt yfir. Fljótlega eftir að Haukar fóru aftur að raða inn mörkum virtust Pólverjarnir einfaldlega gefast upp. En að sama skapi virtist einfaldlega allt ganga upp hjá Haukunum. Staðan í hálfleik var 17-6, Haukum í vil. Svipað var upp á teningnum í upphafi síðari hálfleiks. Alexey Peskov skoraði fyrsta mark hálfleiksins en fékk svo að líta rauða spjaldið fyrir að vaða í andlit Elíasar Más Halldórssonar í næstu sókn Hauka. Það gekk einfaldlega allt á afturfótunum hjá Pólverjunum. Fljótlega eftir þetta var ljóst að leikurinn væri einfaldlega búinn. Það var sama hvað gestirnir frá Póllandi reyndu, það gekk ekkert upp. Sem fyrr segir var það fyrst og fremst glæsilegur varnarleikur Hauka sem skóp þennan sigur í dag enda skoruðu gestirnir ekki nema tíu mörk á fyrstu 45 mínútum leiksins. Munurinn var mestur fjórtán mörk í stöðunni 27-13. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka gat því leyft sér að hvíla sína sterkustu leikmenn á lokasprettinum og langflestir leikmenn sem voru á leikskýrslu að spreyta sig. Það er í raun erfitt að koma auga á bestu menn Haukaliðsins - allir áttu þeir frábæran leik eins og sést á þessum úrslitum. Wisla Plock er búið að bera höfuð og herðar yfir andstæðinga sína í pólsku deildinni í haust þar sem keppni hófst um mánuði fyrr en í N1-deild karla hér á landi en liðið átti einfaldlega ekki roð í Haukana í dag. Haukar - Wisla Plock 29-21 Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 8/3 (11/3), Björgvin Hólmgeirsson 7 (14), Elías Már Halldórsson 5 (8), Freyr Brynjarsson 3 (5), Tjörvi Þorgeirsson 2 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 2 (6), Gunnar Berg Viktorsson 1 (1), Stefán Sigurmannsson 1 (2), Heimir Óli Heimisson (1), Pétur Pálsson (2).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 11 (22, 50%), Aron Rafn Edvardsson 1 (11/2, 9%).Hraðaupphlaup: 6 (Elías Már 2, Freyr 1, Sigurbergur 1, Gunnar Berg 1, Guðmundur Árni 1).Fiskuð víti: 3 (Pétur 1, Freyr 1, Elías Már 1).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Wisla (skot): Joakim Bakstrom 4 (4), Tomasz Paluch 4/2 (4/2), Adam Wisniewski 4 (5), Arkadiusz Miszka 3 (4), Sebastian Rumniak 3 (7), Alexey Peskov 1 (2), Kamil Mokrzki 1 (3), Kamil Syprzak 1 (4), Zbigniew Kwiatkowski (1), Rafal Kuptel (2), Bartosz Wuszter (2).Varin skot: Marcin Wichary 13 (40/3, 33%), Morten Seier 2 (4, 50%).Hraðaupphlaup: 4 (Joakim 1, Arkadiusz 1, Tomasz 1, Adam 1).Fiskuð víti: 2 (Joakim 1, Kamil 1).Utan vallar: 8 mínútur. Handbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Sjá meira
Haukar unnu í dag glæsilegan stórsigur á pólska liðinu Wisla Plock í síðari leik liðanna í annarri umferð EHF-bikarkeppninnar í dag, 29-21. Sigurinn var í raun stærri en lokatölur leiksins segja til um. Wisla Plock skoraði ekki nema tíu mörk á fyrstu 45 mínútum leiksins og voru yfirburðir Hauka algerir í leiknum. Wisla Plock vann fyrri leik liðanna í Póllandi, 30-28, og Haukar eru því öruggir áfram í þriðju umferð keppninnar. Haukarnir byrjuðu frábærlega í leiknum. Liðið spilaði mjög góða vörn og Birkir Ívar var á tánum í markinu. Eftir að pólsku gestirnir skoruðu fyrsta markið í leiknum komu fimm Haukamörk í röð. Pólverjarnir skoruðu ekki sitt annað mark í leiknum fyrr en að tíu mínútum loknum. Pólverjarnir voru í miklum vandræðum með vörn Haukanna og tóku leikhlé strax eftir um stundarfjórðung, þegar staðan var orðin 9-3 fyrir Haukum. Varnarleikur Pólverjanna var að sama skapi slakur fram að þessu en Haukar gátu nánast skorað að vild. Leikmenn Wisla Plock tóku sig aðeins saman í andlitinu eftir þetta en það þó stutt yfir. Fljótlega eftir að Haukar fóru aftur að raða inn mörkum virtust Pólverjarnir einfaldlega gefast upp. En að sama skapi virtist einfaldlega allt ganga upp hjá Haukunum. Staðan í hálfleik var 17-6, Haukum í vil. Svipað var upp á teningnum í upphafi síðari hálfleiks. Alexey Peskov skoraði fyrsta mark hálfleiksins en fékk svo að líta rauða spjaldið fyrir að vaða í andlit Elíasar Más Halldórssonar í næstu sókn Hauka. Það gekk einfaldlega allt á afturfótunum hjá Pólverjunum. Fljótlega eftir þetta var ljóst að leikurinn væri einfaldlega búinn. Það var sama hvað gestirnir frá Póllandi reyndu, það gekk ekkert upp. Sem fyrr segir var það fyrst og fremst glæsilegur varnarleikur Hauka sem skóp þennan sigur í dag enda skoruðu gestirnir ekki nema tíu mörk á fyrstu 45 mínútum leiksins. Munurinn var mestur fjórtán mörk í stöðunni 27-13. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka gat því leyft sér að hvíla sína sterkustu leikmenn á lokasprettinum og langflestir leikmenn sem voru á leikskýrslu að spreyta sig. Það er í raun erfitt að koma auga á bestu menn Haukaliðsins - allir áttu þeir frábæran leik eins og sést á þessum úrslitum. Wisla Plock er búið að bera höfuð og herðar yfir andstæðinga sína í pólsku deildinni í haust þar sem keppni hófst um mánuði fyrr en í N1-deild karla hér á landi en liðið átti einfaldlega ekki roð í Haukana í dag. Haukar - Wisla Plock 29-21 Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 8/3 (11/3), Björgvin Hólmgeirsson 7 (14), Elías Már Halldórsson 5 (8), Freyr Brynjarsson 3 (5), Tjörvi Þorgeirsson 2 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 2 (6), Gunnar Berg Viktorsson 1 (1), Stefán Sigurmannsson 1 (2), Heimir Óli Heimisson (1), Pétur Pálsson (2).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 11 (22, 50%), Aron Rafn Edvardsson 1 (11/2, 9%).Hraðaupphlaup: 6 (Elías Már 2, Freyr 1, Sigurbergur 1, Gunnar Berg 1, Guðmundur Árni 1).Fiskuð víti: 3 (Pétur 1, Freyr 1, Elías Már 1).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Wisla (skot): Joakim Bakstrom 4 (4), Tomasz Paluch 4/2 (4/2), Adam Wisniewski 4 (5), Arkadiusz Miszka 3 (4), Sebastian Rumniak 3 (7), Alexey Peskov 1 (2), Kamil Mokrzki 1 (3), Kamil Syprzak 1 (4), Zbigniew Kwiatkowski (1), Rafal Kuptel (2), Bartosz Wuszter (2).Varin skot: Marcin Wichary 13 (40/3, 33%), Morten Seier 2 (4, 50%).Hraðaupphlaup: 4 (Joakim 1, Arkadiusz 1, Tomasz 1, Adam 1).Fiskuð víti: 2 (Joakim 1, Kamil 1).Utan vallar: 8 mínútur.
Handbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Sjá meira