Enski boltinn

Tevez hefur trú á Macheda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Federico Macheda.
Federico Macheda. Nordic Photos/Getty Images

Argentínumaðurinn Carlos Tevez hefur trú á því að hinn 17 ára gamli Ítali, Federico Macheda, muni gera það gott í framtíðinni. Guttinn rauk upp á stjörnuhimininn á methraða þegar hann tryggði United gríðarlega mikilvæg stig gegn Aston Villa og svo aftur gegn Sunderland.

„Federico hefur staðið sig frábærlega og hann er mjög lánsamur að spila með Man. Utd á unga aldri. Ég beini því til hans að njóta hverrar mínútu á vellinum. Það er aðalatriðið - að hafa gaman af því sem maður er að gera," sagði Tevez.

„Hann er klárlega nógu góður til þess að spila á meðal þeirra bestu. Hann er stór og sterkur strákur sem hefur mikið af hæfileikum. Það er góð blanda og ég hef trú á því að hann muni slá enn frekar í gegn," sagði Tevez sem er líkast til á förum frá Man. Utd í sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×