Ákveðið að auglýsa lóðir undir íbúðarhúsnæði í Reykjavík 27. ágúst 2009 14:22 Meirihluti borgarstjórnar samþykkti á fundi borgarráðs í dag að auglýsa nokkurn fjölda lóða undir íbúðarhúsnæði. Alls óvíst er að eftirspurn sé eftir þessum lóðum að sögn Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Hann segir eftirfarandi í tölvupósti sem hann sendi fréttastofu: Samfylkingin vakti sérstaka athygli á því í bókun að meirihlutinn héldi sig enn við verð og aðferðarfræði við úthlutunina sem ákveðin voru árið 2007 og gengu þvert á gefin kosningaloforð meirihlutaflokkanna. Í bókun Samfylkingarinnar sagði: "Sérstaklega athyglisvert er að lóðaverðið sem meirihlutinn ákvað þegar þennslan stóð sem hæst 2007 skuli halda sér eftir hrun. Hvoru tveggja felur tvímælalaust í sér svik við loforðum Sjálfstæðisflokksins um lóðir á kostnaðarverði. Sjálfstæðisflokkurinn laðaði til sín kjósendur í borgarstjórnarkosningunum með því að lofa ódýrum lóðum fyrir alla. Þá var haft eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni núverandi borgarstjóra að stefna Sjálfstæðisflokksins væri sú að úthluta lóðum á gatnagerðagjöldum. Nú á enn að halda í fast verð á lóðum sem jafngilda þreföldum eða fjórföldum gatnagerðargjöldum: 4,5 milljónir fyrir hverja íbúð í fjölbýli, 7,5 milljónir fyrir íbúð í parhúsi eða raðhúsi og 11 milljónir fyrir einbýlishúsalóð." Magnús Þór Gylfason, aðstoðarmaður borgarstjóra, hefur brugðist við því sem Dagur B. Eggertsson segir hér að ofan. Í tölvupósti sem Magnús sendi fréttastofu kemur fram að borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafi óskað eftir eftirfandi bókun á fundi borgarráðs: Það er mótsagnakennt að Samfylkingin samþykkti tillöguna um úthlutun atvinnuhúsnæðis en gagnrýnir um leið lóðaverðið á íbúðarlóðum. Sama aðferð er notuð um verðlagningu á atvinnu- og íbúðalóðum og því erfitt að átta sig á hvað Samfylkingin er að leggja til í málinu. Á árunum 2006 og 2007 lækkaði verð á íbúðarlóðum verulega frá því sem áður var. Mikilvægast í þessu máli er að lóðir séu til úthlutunar í landi Reykjavíkur og það er markmið meirihlutans með þessari afgreiðslu. Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar samþykkti á fundi borgarráðs í dag að auglýsa nokkurn fjölda lóða undir íbúðarhúsnæði. Alls óvíst er að eftirspurn sé eftir þessum lóðum að sögn Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Hann segir eftirfarandi í tölvupósti sem hann sendi fréttastofu: Samfylkingin vakti sérstaka athygli á því í bókun að meirihlutinn héldi sig enn við verð og aðferðarfræði við úthlutunina sem ákveðin voru árið 2007 og gengu þvert á gefin kosningaloforð meirihlutaflokkanna. Í bókun Samfylkingarinnar sagði: "Sérstaklega athyglisvert er að lóðaverðið sem meirihlutinn ákvað þegar þennslan stóð sem hæst 2007 skuli halda sér eftir hrun. Hvoru tveggja felur tvímælalaust í sér svik við loforðum Sjálfstæðisflokksins um lóðir á kostnaðarverði. Sjálfstæðisflokkurinn laðaði til sín kjósendur í borgarstjórnarkosningunum með því að lofa ódýrum lóðum fyrir alla. Þá var haft eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni núverandi borgarstjóra að stefna Sjálfstæðisflokksins væri sú að úthluta lóðum á gatnagerðagjöldum. Nú á enn að halda í fast verð á lóðum sem jafngilda þreföldum eða fjórföldum gatnagerðargjöldum: 4,5 milljónir fyrir hverja íbúð í fjölbýli, 7,5 milljónir fyrir íbúð í parhúsi eða raðhúsi og 11 milljónir fyrir einbýlishúsalóð." Magnús Þór Gylfason, aðstoðarmaður borgarstjóra, hefur brugðist við því sem Dagur B. Eggertsson segir hér að ofan. Í tölvupósti sem Magnús sendi fréttastofu kemur fram að borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafi óskað eftir eftirfandi bókun á fundi borgarráðs: Það er mótsagnakennt að Samfylkingin samþykkti tillöguna um úthlutun atvinnuhúsnæðis en gagnrýnir um leið lóðaverðið á íbúðarlóðum. Sama aðferð er notuð um verðlagningu á atvinnu- og íbúðalóðum og því erfitt að átta sig á hvað Samfylkingin er að leggja til í málinu. Á árunum 2006 og 2007 lækkaði verð á íbúðarlóðum verulega frá því sem áður var. Mikilvægast í þessu máli er að lóðir séu til úthlutunar í landi Reykjavíkur og það er markmið meirihlutans með þessari afgreiðslu.
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira