Jón Ólafs á slóðum Villa í Lúxemborg 11. júlí 2009 07:30 Jón segir Vilhjálm hafa haft ótrúlega mikil áhrif á fólk í kringum sig en hann hefur rætt við yfir hundrað manns í tengslum við ævisögu söngvarans. „Ég var þarna fyrir tveimur vikum, drakk í mig umhverfið og stemninguna, svona þrjátíu til fjörutíu árum seinna,“ segir Jón Ólafsson, tónlistarmaður með meiru. Hann var nýverið í smáríkinu Lúxemborg, á slóðum Vilhjálms Vilhjálmssonar, einhvers ástsælasta söngvara íslensku þjóðarinnar. Fréttablaðið greindi frá því fyrir margt löngu að Jón hefði verið fenginn til að skrifa ævisögu Vilhjálms og síðan í febrúar hefur hann eiginlega verið á útopnu að viða að sér heimildum. Hann er nú loks byrjaður að skrifa enda er stefnt að því að gefa bókina út fyrir jól. „Ég held að ég hafi örugglega talað við vel yfir hundrað manns. Sennilega gæti ég talað við fólk sem kannaðist við Vilhjálm til æviloka en þá kæmi þessi bók aldrei út.“ Jón segir Vilhjálm hafi kynnst gríðarlegum fjölda fólks, hann hafi víða sáð fræjum og haft mikil áhrif á fólk. „Og auðvitað hefur sitthvað komið upp úr dúrnum sem ég vissi ekki. Vilhjálmur var auðvitað bara manneskja, breysk eins og við hin og það skiptust svo sannarlega á skin og skúrir í hans lífi,“ segir Jón, sem bjóst ekki við því að heimildarvinnan yrði jafn viðamikil og raun ber vitni. „Nei, það er alveg á hreinu. Bara að ná í skottið á öllum þessum flugmönnum sem þekktu Vilhjálm getur verið þrautin þyngri. Mennirnir eru auðvitað minnst heima hjá sér. Ég verð að sæta færis þegar þeir eru í landi því fyrr en varir eru þeir horfnir til Hong Kong eða þaðan af lengra.“ Jón segir að bókin eigi eftir að koma á óvart, margt hafi aldrei komið upp á yfirborðið og þá prýði bókina myndir sem aldrei hafi áður birst á prenti. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
„Ég var þarna fyrir tveimur vikum, drakk í mig umhverfið og stemninguna, svona þrjátíu til fjörutíu árum seinna,“ segir Jón Ólafsson, tónlistarmaður með meiru. Hann var nýverið í smáríkinu Lúxemborg, á slóðum Vilhjálms Vilhjálmssonar, einhvers ástsælasta söngvara íslensku þjóðarinnar. Fréttablaðið greindi frá því fyrir margt löngu að Jón hefði verið fenginn til að skrifa ævisögu Vilhjálms og síðan í febrúar hefur hann eiginlega verið á útopnu að viða að sér heimildum. Hann er nú loks byrjaður að skrifa enda er stefnt að því að gefa bókina út fyrir jól. „Ég held að ég hafi örugglega talað við vel yfir hundrað manns. Sennilega gæti ég talað við fólk sem kannaðist við Vilhjálm til æviloka en þá kæmi þessi bók aldrei út.“ Jón segir Vilhjálm hafi kynnst gríðarlegum fjölda fólks, hann hafi víða sáð fræjum og haft mikil áhrif á fólk. „Og auðvitað hefur sitthvað komið upp úr dúrnum sem ég vissi ekki. Vilhjálmur var auðvitað bara manneskja, breysk eins og við hin og það skiptust svo sannarlega á skin og skúrir í hans lífi,“ segir Jón, sem bjóst ekki við því að heimildarvinnan yrði jafn viðamikil og raun ber vitni. „Nei, það er alveg á hreinu. Bara að ná í skottið á öllum þessum flugmönnum sem þekktu Vilhjálm getur verið þrautin þyngri. Mennirnir eru auðvitað minnst heima hjá sér. Ég verð að sæta færis þegar þeir eru í landi því fyrr en varir eru þeir horfnir til Hong Kong eða þaðan af lengra.“ Jón segir að bókin eigi eftir að koma á óvart, margt hafi aldrei komið upp á yfirborðið og þá prýði bókina myndir sem aldrei hafi áður birst á prenti.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira