Viðskipti innlent

Viðskiptaráðherra vill breyta lögum om bankaleynd

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að fjölmiðlar eigi að geta upplýst almenning um mikilvæg atriði eins og óeðlilegar lánveitingar bankamanna. Hann beitir sér fyrir breytingum á lögum um bankaleynd. Ásakanir Fjármálaeftirlitsins um að blaðamenn brjóti bankaleynd séu innlegg í málið.

Fram kom í gær að Fjármálaeftirlitið telur að minnsta kosti fjórir blaða og fréttamenn hafi brotið gegn lögum um bankaleynd með fréttaflutningi af lánum bankanna.

Eftirlitið hefur skrifað Agnesi Bragadóttur og Þorbirni Þórðarsyni, blaðamönnum Morgunblaðsins, Guðmundi Magnússyni, ritstjóra Eyjunnar og Kristni Hrafnssyni, sem starfaði fyrir Kompás, vegna málins. Þar kemur fram að þungar sektir eða fangelsi geti legið við brotum á lögum um bankaleynd.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×